22:07
Mannlegi þátturinn
Guðrún Ágústsdóttir föstudagsgestur og mæður heiðraðar í matarspjallinu
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Það er auðvitað kvennafrídagurinn í dag, fimmtíu árum eftir að hann var haldinn fyrst. Því er Guðrún ekki með í þættinum í dag og föstudagsgestur þáttarins, Guðrún Ágústsdóttir, ekki heldur. Við tókum upp viðtalið við hana í gær, skemmtilegt spjall þar sem hún fór með okkur yfir aðdraganda kvennafrídagsins 1975. Guðrún gat ekki sjálf verið viðstödd því hún hafði flutt með fjölskyldunni til Edinborgar, en það kom henni á óvart að fréttir af kvennafrídeginum voru í öllum helstu fjölmiðlum Bretlandseyja. Við förum svo með Guðrúnu yfir hvernig staðan var þá og hver þróunin hefur verið á þeim fimmtíu árum sem eru liðin síðan og hver staðan er í dag.

Svo kom Sigurlaug Margrét auðvitað ekki í matarspjallið í dag út af kvennafrídeginu, því brugðum við á það ráð að fá Halldór Gylfason leikara til að koma í spjallið og við ætlum að rifja upp uppháhaldsmatinn sem við fengum frá mæðrum okkar í æsku. Sem sagt heiðrum við mæður okkar í tilefni dagsins í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Þú ert stormur / Una Torfa (Una Torfadóttir)

Paris Paloma / Labour (Paris Paloma)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,