07:03
Morgunútvarpið
17. október - Reykjanesbraut, flensan og heimasúrsun
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræðir haustflensuna.

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Við ræðum þessar hugmyndir við hann.

Við höfum talsvert rætt um uppskeru haustsins en hvernig er best að varðveita allt þetta dásamlega grænmeti eftir gott sumar? Sumir myndu hiklaust súrsa það en aðrir mikla það fyrir sér. Dagný Hermannsdóttir súrkálsdrottning ætlar að leiða okkur óöruggu súrkálin í gegnum ferlið sem heimasúrsun er.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með Birni Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni formanns Miðflokksins, og Þórði Snæ Júlíussyni, framkvæmdastjóra þingsflokks Samfylkinarinnar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,