07:03
Morgunvaktin
Engin rekin vegna kvennafrís, Laxness og sígild tónlist
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Fyrir fimmtíu árum síðan stóð undirbúningur fyrir kvennafrídag eða kvennaverkfall sem hæst, rétt eins og nú. Í aðdragandanum höfðu einhverjir atvinnurekendur uppi hótanir um uppsagnir og málsóknir gegn konum sem ekki ætluðu að mæta til vinnu. Við ræddum um það og sitthvað fleira við Valgerði Pálmadóttur sagnfræðing og lektor við Háskólann á Akureyri.

Svo ætlum við að tala um bókmenntalestur táninga; við gerum það í kjölfarið á umfjöllun Morgunblaðsins um daginn um að verk Halldórs Laxness séu almennt ekki lesin í framhaldsskólum. Við færðum okkur inn í Háskóla Íslands, inn í íslenskudeildina, og spurðum Ástu Kristínu Benediktsdóttur, dósent í bókmenntafræði, hvernig nemendur þar koma nestaðir til námsins.

Magnús Lyngdal var líka með okkur. Og úr skjóðu sinni dró hann í dag upptökur með söng hins þýska Dietrich Fischer-Dieskau, sem almennt er talinn í hópi fremstu og áhrifamestu söngvara síðari hluta síðustu aldar. Við heyrðum hann meðal annars syngja verk eftir Schubert, Wagner og Verdi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,