Félagsheimilið

Margrét Erla Maack var gestur þáttarins.

Félagsheimili allra landsmanna tók á móti Margréti Erlu Maack en landsmenn muna vel eftir henni í sjónvarpinu bæði í Kastljósi og Gettu betur hér á árum áður. Hún starfar sem skemmtikraftur og kemur meðal annars fram með Burlesque hóp sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Magni Ásgeirsson var á línunni frá Borgarfirði Eystri en Bræðslan fór fram í gær og tókst með miklum ágætum. Lagaþrennan var á sínum stað en hún var tileinkuð bílum. Tímaflakkið fjallaði um atburði ársins 2015 og landsmenn hringdu inn frá öllum landshornum.

Frumflutt

28. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Félagsheimilið

Félagsheimilið

Friðrik Ómar Hjörleifsson er húsvörður í Félagsheimilinu á Rás 2 alla sunnudaga í sumar loknum hádegisfréttum.

"Við loftum út úr Félagsheimilinu í sumar, hellum upp á kaffi, tökum spjallið og spilum dúndur tónlist. Landsmenn eru vanalega duglegir láta í sér heyra hvort sem það eru bændur úti á túni eða eða fólk á ferðinni vítt og breitt um landið. Félagsheimilið er öllum opið frá kl. 12:40 til fjegur" eins og Friðrik Ómar segir.

Fastir liðir verða á sínum stað: Gestur þáttarins, lagaþrennan, tímaflakkið og skemmtilegasta tónlistin í bænum!

Þættir

,