Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við byrjuðum þáttinn á að heyra í Jóhanni Hlíðari Harðarsyni frá Spáni og þar var rafmagnsleysið á Spáni og í Portúgal í gær til umfjöllunar. Jóhann hefur búið og starfað á Spáni undanfarin á og sagði þetta hafa verið mikla lífsreynslu og nú leggja stjórnvöld allt kapp á að finna út hvað gerðist.
Við heyrum líka hvernig öryggi er háttað hjá RÚV ef kæmi til víðtæks rafmagnsleysis. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir er framkvæmdarstjóri starfrænnar þróunar hjá RUV og hún kom til okkar.
Við kynntum okkur líka útvörp sem hægt er að trekkja upp. Gott getur verið að eiga og nota ef rafmagnið fer. Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko kom til okkar.
Svo er það Rauði krossinn sem setti af stað átak fyrir nokkru sem nefnist 3 dagar. Mikilvægt er að öll heimili landsins geti komist af í að minnsta kosti 3 daga ef neyðarástand skapast og við heyrðum í Aðalheiði Jónsdóttur, teymisstjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum
Við kynntum okkur líka allt um kartöflurækt en á Facebook er til hópur sem nefnist Áhugahópur fólks um kartöflur og kartöflurækt. Edda Þorvaldsdóttir er ein þeirra sem er meðlimur í þeim hópi en Edda hefur ræktað kartöflur fyrir sig og sína í fjölmörg ár.
Við rákum augun í Facebook-færslu konu sem heitir Lucy Anna en þar lýsir hún ferðalagi fjölskyldunnar á tveimur bílum sem endaði með það að bíll dóttur hennar lenti út í skurði. Hún setti færsluna í loftið í þeim tilgangi að vekja okkur öll til umhugsunar um það að vera vakandi við stýrið.
Árni Matthíasson sérfræðingur hjá fréttastofu RÚV fór yfir það með okkur hvernig við getum stillt símana okkar ef við lendum í bílveltu eða slysi þannig að hann gefi til kynna að óhapp hafi átt sér stað.
Verðbólga er að aukast og við spyrjum hvers vegna? Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum svaraði því.
Svo kynntum við okkur líka hvað boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins. þeir Helgi Seljan og Árni Þór Theodórsson komu til okkar.