23:05
Lestin
Eden, The Pharcyde, Theroux og landtökufólkið
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Í verkinu Eden kafa Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir ofan í sköpunarsöguna og taka sér pláss í sjálfum aldingarðinum upprunalega. Eden er hinsegin fötlunarparadís sem afmiðjar norm samfélagsins og leyfir áhorfendum að finna fyrir hinu erótíska innra með sér. Lóa spjallar við sviðslistakonurnar.

Við kynnum okkur The Settlers nýja heimildarmynd Louis Theroux um ísraelskar landtökubyggðir á Vesturbakkanum í Palestínu. Theroux fjallaði um samfélög landtökufólks í heimildaþætti fyrir 15 árum síðan en nú heimsækir hann þau aftur og skoðar hvernig málin hafa þróast.

Hin goðsagnakennda rappsveit The Pharcyde kemur fram á tónleikum í Reykjavík í næsta mánuði. Tónleikaferðin er haldin til að fagna 30 ára afmæli plötunnar Labcabincalifornia. Davíð Roach segir frá sveitinni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,