12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 29. apríl 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun og verður mælt fyrir því á þingi í næstu viku. Gerðar hafa verið breytingar á frumvarpinu til að koma til móts við áhyggjur lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann sögulegan sigur í þingkosningum í gær. Enn er verið að telja upp úr kjörkössum en líkur eru taldar á að flokkurinn nái hreinum meirihluta.

Verðbólga jókst á milli mánaða í fyrsta sinn í tæpt ár og mælist nú fjögur komma tvö prósent. Helsta skýringin á aukningunni er að verð á flugfargjöldum hækkar jafnan í kringum páska, að sögn hagfræðings

Ekki er vitað hvað olli rafmagnsleysinu á Spáni og í Portúgal í gær en netárás hefur verið útilokuð.

Fiskistofa hefur staðfest að rúmlega áttahundruð leyfi verða gefin út til strandveiða í sumar og stefnir í metfjölda báta.

Fjarðabyggð þarf að kaupa lóð í miðbæ Reyðarfjarðar á 140 milljónir samkvæmt dómi héraðsdóms og fær ekki að hætta við kaupin þó að verðið sé tvöfalt það sem talið var þegar sveitarfélagið ákvað að neyta forkaupsréttar. Lóðin er mikilvæg til að uppbygging miðbæjar á Reyðarfirði gangi eftir.

Tindastóll og Álftanes mætast í undanúrslitaviðureign á Íslandsmótinu í körfubolta karla á Sauðárkróki í kvöld. Þjálfari Álftaness segir mikilvægt að fanga líf leiksins og vinna með stemninguna sem skapast á heimavelli Tindastóls.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,