Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra er nýkominn af vorfundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Áskoranir í alþjóðahagkerfinu og á fjármálamörkuðum voru ræddar. Við fórum yfir stöðuna með Daða Má.
Þjóðverjar halda upp á dag bjórsins, og hafa gert það frá því á sextándu öld. Þó sýna nýjustu kannanir að bjórdrykkja landsmanna hefur minnkað til muna á síðustu árum. Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá bjórnum, fleiri vímugjöfum og ekki síst vorinu í Þýskalandi í Berlínarspjalli.
Svo ræddum við um harmonikkudaginn, sem haldinn verður í Hofi á Akureyri á sunnudag. Hrund Hlöðversdóttir, Agnes Harpa Jósavinsdóttir og Einar Guðmundsson voru í hljóðstofu á Akureyri.
Tónlist:
Kinks - The village green preservation society.
Diddi og Reynir - Skottish.
Diddi og Reynir - Kata [Kötukvæði].



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
VÆB bræður, Matthías og Hálfdán, stíga á svið í Basel fyrir Íslands hönd á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision 13.maí. Hópurinn fer til Sviss síðar í vikunni og það er skiljanlega mikil spenna fyrir því sem koma skal. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins og VÆB var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það sem er framundan og stemninguna í hópnum.
Léttsveit Reykjavíkur er stærsti kvennakór landsins, en hann samanstendur af 100 konum á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn. Léttsveitin á þrjátíu ára afmæli í ár og verður því með ýmsa viðburði tengda afmælinu víða um landið. Við fengum þær Ingibjörgu Margréti Gunnlaugsdóttur, formann kórsins og Helgu Björk Jónsdóttur, kórfélaga, til að segja okkur frá kórnum, starfseminni og afmælisárinu.
Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Í dag ræddi hann við okkur um rafmagnsleysið á Spáni og í Portúgal undanfarinn sólarhring og tengsl þess við veður. Hann talaði svo um þessa góðu tíð sem hefur verið undanfarið og bar hana saman við sama tíma í fyrra og svo skoðuðum við aðeins horfurnar framundan. Kemur hret? Einar fór með okkur yfir það í veðurspjallinu í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Vorið kemur / Diddú (Valgeir Guðjónsson, texti Jóhannes úr Kötlum)
Róa / VÆB (Ingi Bauer, Gunnar Björn Gunnarsson, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir, enskur texti Peter Fenner)
Langferð (Aften) / Léttsveit Reykjavíkur (Matti Borg, texti Eygló Eyjólfsdóttir)
Þá mun vorið vaxa / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun og verður mælt fyrir því á þingi í næstu viku. Gerðar hafa verið breytingar á frumvarpinu til að koma til móts við áhyggjur lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann sögulegan sigur í þingkosningum í gær. Enn er verið að telja upp úr kjörkössum en líkur eru taldar á að flokkurinn nái hreinum meirihluta.
Verðbólga jókst á milli mánaða í fyrsta sinn í tæpt ár og mælist nú fjögur komma tvö prósent. Helsta skýringin á aukningunni er að verð á flugfargjöldum hækkar jafnan í kringum páska, að sögn hagfræðings
Ekki er vitað hvað olli rafmagnsleysinu á Spáni og í Portúgal í gær en netárás hefur verið útilokuð.
Fiskistofa hefur staðfest að rúmlega áttahundruð leyfi verða gefin út til strandveiða í sumar og stefnir í metfjölda báta.
Fjarðabyggð þarf að kaupa lóð í miðbæ Reyðarfjarðar á 140 milljónir samkvæmt dómi héraðsdóms og fær ekki að hætta við kaupin þó að verðið sé tvöfalt það sem talið var þegar sveitarfélagið ákvað að neyta forkaupsréttar. Lóðin er mikilvæg til að uppbygging miðbæjar á Reyðarfirði gangi eftir.
Tindastóll og Álftanes mætast í undanúrslitaviðureign á Íslandsmótinu í körfubolta karla á Sauðárkróki í kvöld. Þjálfari Álftaness segir mikilvægt að fanga líf leiksins og vinna með stemninguna sem skapast á heimavelli Tindastóls.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Verslunin Fjarðarkaup í Hafnarfirði er eins og hálfgert tímahylki, því þar er allt svolítið uppá gamla mátann. Starfsfólk í rauðum sloppum á gólfinu tilbúið til að aðstoða viðskiptavininn með hvað sem er. Fjarðarkaup hefur hvorki farið í útrás né í netverslun. Það er persónuleg þjónusta og gott vöruúrval sem þeir bræður, Sveinn og Gísli Sigurbergssynir, leggja áherslu á í sínum verslunarrekstri. Og það hefur gefið góða raun. Að minnsta kosti helst þeim vel á starfsfólki eins og við fáum að kynnast í þessum þætti. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í gær var haldinn fræðslufundur fyrir foreldra þar sem kafað var ofan í heim snallsíma og samfélagsmiðla. Fundurinn bar heitið þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? og snerti meðal annars á áhyggjum sem hafa vaknað nýlega um samfélagsmiðlanotkun barna – ekki síst í kjölfar Netflix-þáttanna Adolescence. Nokkur hundruð manns mættu á fundinn, og í dag fáum við til okkar tvö þeirra sem stóðu fyrir honum, Daðeyju Albertsdóttur, sálfræðing hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð og Skúla Braga Geirdal sviðsstjóra Saft – Netöryggismiðstöðvar Íslands.
Besta leiðin til að njóta lífsins í Róm kostar ekki neitt. Þetta segir Ingólfur Níels Árnason sem býr og starfar í Róm en Samfélagið hitti hann þar fyrir skömmu, rétt áður en Frans páfi lést á annan dag páska.
Hann segir að ein mesta áskorunin við að samlagast ítölsku samfélagi hafi verið skólaganga barnanna hans og segir Rómverja vera með kolsvartan húmor sem Íslendingar geti tengt vel við.
Og í lok þáttar fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Jovanotti - Ciao mamma
Cos´é bonetti - Lucio Dalla
Il paradiso della vita - La ragazza 77
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Nú á föstudaginn gefst áhugasömum kostur á að leggja leið sína í Listasafn Íslands og berja augum verk sem telst meðal merkustu listaverka 21. aldarinnar. The Clock (2010) eftir svissnesk-bandaríska listamanninn Christian Marclay hlaut gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og hefur síðan farið sigurför um heiminn. Vídeóverk Marclays er klippt saman úr mörg þúsund myndbrotum, sem hvert og eitt skírskotar til ákveðinnar tímasetningar og sem í réttri tímaröð spannar heilan sólarhring, mínútu fyrir mínútu. Tvær sólarhringssýningar verða á verkinu og sú fyrri hefst á föstudaginn kl 17. Víðsjá leit við í Listasafni Íslands í morgun og tók þar púlsinn á listamanninum.
Við kynnum okkur líka nýlega hljómplötu úr smiðju tónlistarparsins Gyðu Valtýsdóttur og Úlfs Hanssonar, Auga, og rifjum upp hugleiðingu Aðalheiðar Halldórsdóttur um takt í tilefni af alþjóðlegum degi dansins.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Í verkinu Eden kafa Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir ofan í sköpunarsöguna og taka sér pláss í sjálfum aldingarðinum upprunalega. Eden er hinsegin fötlunarparadís sem afmiðjar norm samfélagsins og leyfir áhorfendum að finna fyrir hinu erótíska innra með sér. Lóa spjallar við sviðslistakonurnar.
Við kynnum okkur The Settlers nýja heimildarmynd Louis Theroux um ísraelskar landtökubyggðir á Vesturbakkanum í Palestínu. Theroux fjallaði um samfélög landtökufólks í heimildaþætti fyrir 15 árum síðan en nú heimsækir hann þau aftur og skoðar hvernig málin hafa þróast.
Hin goðsagnakennda rappsveit The Pharcyde kemur fram á tónleikum í Reykjavík í næsta mánuði. Tónleikaferðin er haldin til að fagna 30 ára afmæli plötunnar Labcabincalifornia. Davíð Roach segir frá sveitinni.
Fréttir
Fréttir
Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er grunaður um að hafa tekið þátt í leynilegum njósnaaðgerðum, með því að sitja um fólk og skrásetja ferðir þess. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans.
Þrír eru látnir eftir skotárás í Uppsölum í Svíþjóð síðdegis. Fjölmiðlar segja að lögregla leiti manns sem flúði af vettvangi á rafhlaupahjóli.
Atvinnuvegaráðherra segir að verulega verði komið til móts við lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki í veiðigjaldsfrumvarpinu sem var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun. Hún segir frumvarpið skólabókadæmi um mál sem fari í gegn á þessu vorþingi.
Samfélagsmiðlarisinn Meta byrjar bráðlega að nota efni sem fólk hefur sett á Facebook eða Instagram, til að þjálfa gervigreind. Þau sem ekki vilja að gögnin þeirra verði notuð þurfa að bregðast við sem fyrst
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir rúmlega 140 forsetatilskipanir á fyrstu 100 dögum sínum í embætti. Enn er þó ekki víst að allar tilskipanir TRumps gangi eftir og tekist er á um fjölda þeirra fyrir dómstólum.
En við byrjum fyrst á umdeildasta málinu á þessu vorþingi - veiðigjaldinu. Það var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun og á því hafa orðið nokkrar breytingar. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er gestur Spegilsins.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er sagan af Puyi, síðasta keisaranum í Kína sem var aðeins tveggja ára þegar hann var gerður að keisara. Hann var örugglega dekraðasta barn mannkynssögunnar en þurfti svo að afsala sér keisaraveldinu þegar hann var sex ára. Þá þurfti hann að læra að sjá um sig sjálfur...og muna að sturta niður sjálfur þegar hann var búinn á klósettinu.
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í gær var haldinn fræðslufundur fyrir foreldra þar sem kafað var ofan í heim snallsíma og samfélagsmiðla. Fundurinn bar heitið þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? og snerti meðal annars á áhyggjum sem hafa vaknað nýlega um samfélagsmiðlanotkun barna – ekki síst í kjölfar Netflix-þáttanna Adolescence. Nokkur hundruð manns mættu á fundinn, og í dag fáum við til okkar tvö þeirra sem stóðu fyrir honum, Daðeyju Albertsdóttur, sálfræðing hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð og Skúla Braga Geirdal sviðsstjóra Saft – Netöryggismiðstöðvar Íslands.
Besta leiðin til að njóta lífsins í Róm kostar ekki neitt. Þetta segir Ingólfur Níels Árnason sem býr og starfar í Róm en Samfélagið hitti hann þar fyrir skömmu, rétt áður en Frans páfi lést á annan dag páska.
Hann segir að ein mesta áskorunin við að samlagast ítölsku samfélagi hafi verið skólaganga barnanna hans og segir Rómverja vera með kolsvartan húmor sem Íslendingar geti tengt vel við.
Og í lok þáttar fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Jovanotti - Ciao mamma
Cos´é bonetti - Lucio Dalla
Il paradiso della vita - La ragazza 77

Praxis eftir Fay Weldon.
Dagný Kristjánsdóttir les.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
VÆB bræður, Matthías og Hálfdán, stíga á svið í Basel fyrir Íslands hönd á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision 13.maí. Hópurinn fer til Sviss síðar í vikunni og það er skiljanlega mikil spenna fyrir því sem koma skal. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins og VÆB var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það sem er framundan og stemninguna í hópnum.
Léttsveit Reykjavíkur er stærsti kvennakór landsins, en hann samanstendur af 100 konum á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn. Léttsveitin á þrjátíu ára afmæli í ár og verður því með ýmsa viðburði tengda afmælinu víða um landið. Við fengum þær Ingibjörgu Margréti Gunnlaugsdóttur, formann kórsins og Helgu Björk Jónsdóttur, kórfélaga, til að segja okkur frá kórnum, starfseminni og afmælisárinu.
Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Í dag ræddi hann við okkur um rafmagnsleysið á Spáni og í Portúgal undanfarinn sólarhring og tengsl þess við veður. Hann talaði svo um þessa góðu tíð sem hefur verið undanfarið og bar hana saman við sama tíma í fyrra og svo skoðuðum við aðeins horfurnar framundan. Kemur hret? Einar fór með okkur yfir það í veðurspjallinu í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Vorið kemur / Diddú (Valgeir Guðjónsson, texti Jóhannes úr Kötlum)
Róa / VÆB (Ingi Bauer, Gunnar Björn Gunnarsson, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir, enskur texti Peter Fenner)
Langferð (Aften) / Léttsveit Reykjavíkur (Matti Borg, texti Eygló Eyjólfsdóttir)
Þá mun vorið vaxa / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Í verkinu Eden kafa Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir ofan í sköpunarsöguna og taka sér pláss í sjálfum aldingarðinum upprunalega. Eden er hinsegin fötlunarparadís sem afmiðjar norm samfélagsins og leyfir áhorfendum að finna fyrir hinu erótíska innra með sér. Lóa spjallar við sviðslistakonurnar.
Við kynnum okkur The Settlers nýja heimildarmynd Louis Theroux um ísraelskar landtökubyggðir á Vesturbakkanum í Palestínu. Theroux fjallaði um samfélög landtökufólks í heimildaþætti fyrir 15 árum síðan en nú heimsækir hann þau aftur og skoðar hvernig málin hafa þróast.
Hin goðsagnakennda rappsveit The Pharcyde kemur fram á tónleikum í Reykjavík í næsta mánuði. Tónleikaferðin er haldin til að fagna 30 ára afmæli plötunnar Labcabincalifornia. Davíð Roach segir frá sveitinni.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta en á þingi í dag verður rætt frumvarp um breytingu á varnarmálalögum þar sem markmiðið er að styrkja sveitina.
Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, ræðir við okkur um stöðuna á fasteignamarkaði og fréttir um eignir sem seldar eru án auglýsinga í vinsælum hverfum.
Velska knattspyrnuliðið Wrexham, sem er í eigu Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenny, tryggði sér um helgina sæti í ensku B deildinni og sagan ótrúlega um Wrexham heldur því áfram sem var í utandeild fyrir fimm árum. Við ræðum liðið við Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnusérfræðing, og önnur dæmi þess að efnamiklir menn kaupi lið og sæki fram.
Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Er komið í ljós hvað olli þessu? Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti lítur við hjá okkur.
Miðeind er 10 ára um þessar mundir. Starfsemi Miðeindar hefur alltaf gengið út á hugbúnaðarþróun og rannsóknir í máltækni en undanfarin ár hefur fyrirtækið fært sig alfarið yfir í að þróa gervigreindarlausnir, að þjálfa mállíkön eða tauganet til þess að leysa ýmis vandamál fyrir íslensku. Linda Heimisdóttir framkvæmdastjóri Miðeindar kíkir til okkar í lok þáttar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Andri Freyr hljóp í skarðið fyrir Dodda litla þennan morguninn. Fjallað var um tilvonandi gaman poppsöngleik um ríginn á milli Blur og Oasis. Einnig var farið rækilega yfir hverjir verða vígðir inn í frægðarhöll rokksins að þessu sinni.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun og verður mælt fyrir því á þingi í næstu viku. Gerðar hafa verið breytingar á frumvarpinu til að koma til móts við áhyggjur lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann sögulegan sigur í þingkosningum í gær. Enn er verið að telja upp úr kjörkössum en líkur eru taldar á að flokkurinn nái hreinum meirihluta.
Verðbólga jókst á milli mánaða í fyrsta sinn í tæpt ár og mælist nú fjögur komma tvö prósent. Helsta skýringin á aukningunni er að verð á flugfargjöldum hækkar jafnan í kringum páska, að sögn hagfræðings
Ekki er vitað hvað olli rafmagnsleysinu á Spáni og í Portúgal í gær en netárás hefur verið útilokuð.
Fiskistofa hefur staðfest að rúmlega áttahundruð leyfi verða gefin út til strandveiða í sumar og stefnir í metfjölda báta.
Fjarðabyggð þarf að kaupa lóð í miðbæ Reyðarfjarðar á 140 milljónir samkvæmt dómi héraðsdóms og fær ekki að hætta við kaupin þó að verðið sé tvöfalt það sem talið var þegar sveitarfélagið ákvað að neyta forkaupsréttar. Lóðin er mikilvæg til að uppbygging miðbæjar á Reyðarfirði gangi eftir.
Tindastóll og Álftanes mætast í undanúrslitaviðureign á Íslandsmótinu í körfubolta karla á Sauðárkróki í kvöld. Þjálfari Álftaness segir mikilvægt að fanga líf leiksins og vinna með stemninguna sem skapast á heimavelli Tindastóls.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við byrjuðum þáttinn á að heyra í Jóhanni Hlíðari Harðarsyni frá Spáni og þar var rafmagnsleysið á Spáni og í Portúgal í gær til umfjöllunar. Jóhann hefur búið og starfað á Spáni undanfarin á og sagði þetta hafa verið mikla lífsreynslu og nú leggja stjórnvöld allt kapp á að finna út hvað gerðist.
Við heyrum líka hvernig öryggi er háttað hjá RÚV ef kæmi til víðtæks rafmagnsleysis. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir er framkvæmdarstjóri starfrænnar þróunar hjá RUV og hún kom til okkar.
Við kynntum okkur líka útvörp sem hægt er að trekkja upp. Gott getur verið að eiga og nota ef rafmagnið fer. Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko kom til okkar.
Svo er það Rauði krossinn sem setti af stað átak fyrir nokkru sem nefnist 3 dagar. Mikilvægt er að öll heimili landsins geti komist af í að minnsta kosti 3 daga ef neyðarástand skapast og við heyrðum í Aðalheiði Jónsdóttur, teymisstjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum
Við kynntum okkur líka allt um kartöflurækt en á Facebook er til hópur sem nefnist Áhugahópur fólks um kartöflur og kartöflurækt. Edda Þorvaldsdóttir er ein þeirra sem er meðlimur í þeim hópi en Edda hefur ræktað kartöflur fyrir sig og sína í fjölmörg ár.
Við rákum augun í Facebook-færslu konu sem heitir Lucy Anna en þar lýsir hún ferðalagi fjölskyldunnar á tveimur bílum sem endaði með það að bíll dóttur hennar lenti út í skurði. Hún setti færsluna í loftið í þeim tilgangi að vekja okkur öll til umhugsunar um það að vera vakandi við stýrið.
Árni Matthíasson sérfræðingur hjá fréttastofu RÚV fór yfir það með okkur hvernig við getum stillt símana okkar ef við lendum í bílveltu eða slysi þannig að hann gefi til kynna að óhapp hafi átt sér stað.
Verðbólga er að aukast og við spyrjum hvers vegna? Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum svaraði því.
Svo kynntum við okkur líka hvað boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins. þeir Helgi Seljan og Árni Þór Theodórsson komu til okkar.
Fréttir
Fréttir
Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er grunaður um að hafa tekið þátt í leynilegum njósnaaðgerðum, með því að sitja um fólk og skrásetja ferðir þess. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans.
Þrír eru látnir eftir skotárás í Uppsölum í Svíþjóð síðdegis. Fjölmiðlar segja að lögregla leiti manns sem flúði af vettvangi á rafhlaupahjóli.
Atvinnuvegaráðherra segir að verulega verði komið til móts við lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki í veiðigjaldsfrumvarpinu sem var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun. Hún segir frumvarpið skólabókadæmi um mál sem fari í gegn á þessu vorþingi.
Samfélagsmiðlarisinn Meta byrjar bráðlega að nota efni sem fólk hefur sett á Facebook eða Instagram, til að þjálfa gervigreind. Þau sem ekki vilja að gögnin þeirra verði notuð þurfa að bregðast við sem fyrst
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir rúmlega 140 forsetatilskipanir á fyrstu 100 dögum sínum í embætti. Enn er þó ekki víst að allar tilskipanir TRumps gangi eftir og tekist er á um fjölda þeirra fyrir dómstólum.
En við byrjum fyrst á umdeildasta málinu á þessu vorþingi - veiðigjaldinu. Það var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun og á því hafa orðið nokkrar breytingar. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er gestur Spegilsins.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Egill Ólafsson kemur aðeins við sögu í Rokklandi í dag, Steindór Andersen sem lést núna á dögunum – mikill heiðursmaður – vann mikið með Sigur Rós – einn helsti kvæðamaður Íslands undanfarna árutugi – Soffía Björg Óðinsdóttir – Teitur Magnússon – Mark Knopfler – allskonar – splunkuný músík og eldri.
En við heyrum líka á eftir í Karli Hallgrímssyni sem er Meistaranemi í stjórnun menntastofnana, en hann er búinn að vera að vinna að rannsókn um hvaða svipmyndir af skólastarfi og hvaða viðhorf til náms og menntunar birtast í textum íslenskra dægurlagatextahöfunda?
Hann er búinn að gera tvo þætti um málið fyrir Rás 2 – sá fyrri er á ruv.is og í spilaranum og seinni er á dagskrá 1. Maí.