18:00
Kvöldfréttir útvarps
Varðstjóri tók þátt í njósnum og skotárás í Svíþjóð
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er grunaður um að hafa tekið þátt í leynilegum njósnaaðgerðum, með því að sitja um fólk og skrásetja ferðir þess. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans.

Þrír eru látnir eftir skotárás í Uppsölum í Svíþjóð síðdegis. Fjölmiðlar segja að lögregla leiti manns sem flúði af vettvangi á rafhlaupahjóli.

Atvinnuvegaráðherra segir að verulega verði komið til móts við lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki í veiðigjaldsfrumvarpinu sem var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun. Hún segir frumvarpið skólabókadæmi um mál sem fari í gegn á þessu vorþingi.

Samfélagsmiðlarisinn Meta byrjar bráðlega að nota efni sem fólk hefur sett á Facebook eða Instagram, til að þjálfa gervigreind. Þau sem ekki vilja að gögnin þeirra verði notuð þurfa að bregðast við sem fyrst

Er aðgengilegt til 29. apríl 2026.
Lengd: 10 mín.
,