Útvarpsfréttir.
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að Seðlankinn hefji vaxtalækkunarferlið á ný til að koma í veg fyrir harða lendingu efnahagslífsins. Hann fagnar því að Landsbankinn hafi brugðist við óvissu á íbúðalánamarkaði með breytingum á lánaskilmálum.
Þingmaður Viðreisnar telur brýnt að lög um veðmálastarfsemi verði tekin til skoðunar og þeim breytt. Aðlaga þurfi löggjöfina að breyttum viðskiptaháttum.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið einn í tengslum við stunguárár í Grindavík í síðustu viku. Maðurinn sem varð fyrir árásinni er ekki lengur í lífshættu og hefur lögregla tekið skýrslu af honum.
Allt bendir til að Catherine Connolly verði nýr forseti Írlands. Hún er vinstrisinnuð og vill ekki að Írland taki þátt í hervæðingu annarra Vesturlanda.
Þungir dómar féllu yfir sex Bretum í gær, fyrir íkveikju í Lundúnum í fyrra. Rússneska leyniþjónustan borgaði þeim fyrir að skemma hjálpargögn á leið til Úkraínu.
Öll miðlunarlón Landsvirkjunar voru full um síðustu mánaðmót og segir Landsvirkjun að líklega þurfi ekki að skerða afhendingu á raforku til stórnotenda í vetur. Þórisvatn fylltist í fyrsta skipti síðan árið 2019.
