20:30
Orð af orði
Daglegt mál 11 – Fluðruveski og smollinkría
Orð af orði

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.

Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.

Íslenska er auðug af skammaryrðum um bæði konur og karla. Guðrún Kvaran gerði athugun á samheitum um konur árið 1985 og Margrét Jónsdóttir fjallaði um þau í útvarpsþættinum Daglegu máli. Nokkru seinna skrifaði Guðrún greinina Ambindrylla og puðrureddi – Um heiti karla og kvenna. Niðurstöðurnar eru meðal annars þessar: Skammaryrði sem vísa í léttúðugt líferni eru feiknarmörg um konur en þeim er varla til að dreifa um karla. Þó eru neikvæð orð um karla almennt ívíð fleiri.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
e
Endurflutt.
,