16:05
Bara bækur
Útreiðartúr um Álftanes og Svört orkídea hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Tvær bækur verða í forgrunni hjá okkur í dag, íslensk skáldsaga og færeysk ljóðabók, tvö ólík verk tveggja nágrannaþjóða sem báðar fjalla um flókið samband foreldris og unglings.

Útreiðartúrinn er ný skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardóttur - þetta er virkilega athyglisverð saga sem gerist á nokkrum mismunandi tímum, aðalsagan er í samtímanum en teygir sig líka til síðari hluta 19 aldar. Samtímasagan er um feðgasamband í flækju og vináttu sem ekki er öll þar sem hún er séð og þetta speglast í fortíðinni, gömlu glæpamáli frá 1881. Undirliggjandi eru spurningar um grimmd mannsins, hvort hún búi í okkur öllum, hvort hún erfist og leit að sannleika. Eitthvað sem er alveg jafn flókið hvort sem maður grefur upp 150 ára mál eða rýnir í það sem er að gerast hér og nú. Ragna verður gestur minn í lok þáttar og segir okkur frá lífinu á Álftanesi og hugmyndunum sem urðu kveikjan að þessari bók.

Færeyingar máttu fagna dátt þegar tilkynnt var um Norðurlandaráðsverðlaunin í ár - Færeyjar fá bæði kvikmynda- og bókmenntaverðlaunin í ár. Bókmenntaverðlaunin hlýtur ljóðabókin Svørt orkidé eftir Vónbjørtu Vang - ljóðabók sem fjallar um móður sem óttast að missa unglingsson sinn, að horfa á hann fullorðnast og feta sínar eigin leiðir – og fer hugsanlega villur vegar. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir þekkir vel til þessarar bókar og og höfundarins og vinnur nú að þýðingu ljóðanna á íslensku. Við ræðum við Móheiði á eftir.

Viðmælendur: Ragna Sigurðardóttir, Árni Matthíasson og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
,