20:50
Stakkaskipti (1 af 6)
1. þáttur Samræmi lítið sem ekkert
Stakkaskipti

Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.

Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.

Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

Alls eru rúmlega 22 þúsund nemendur í þeim 30 framhaldsskólum sem eru starfandi á Íslandi. Menntamálayfirvöld hafa staðfest tæplega 400 mismunandi námsbrautir hjá þessum skólum og lítið samræmi er á milli skóla. Þetta torveldar gerð námsefnis þar sem enginn er að kenna það sama. Viðmælendur í fyrsta þættinum eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Ársælsson, Atli Harðarson, Guðrún Helga Ástríðardóttir, Hildur Ýr Ísberg, Matthildur Ársælsdóttir og Svanhildur Svavarsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 41 mín.
e
Endurflutt.
,