Á tónsviðinu

Samband tónlistarmanna við hljóðfæri sitt

Í þættinum verður fjallað um hið persónulega samband hljóðfæraleikara við hljóðfærið sitt, en hljóðfærið er svo mikill hluti af lífi margra tónlistarmanna þeir geta myndað tilfinningasamband við það. Rætt verður við Einar Jóhannesson klarínettleikara sem segir frá nokkrum hljóðfærum sem hann hefur átt. Einnig verða lesnar frásögn Hafliða Hallgrímssonar af leitinni hinu rétta sellói og frásögn Angelu Hewitt af því þegar píanóið hennar eyðilagðist við flutning. Flutt verður tónlist með öllum þessum hljóðfæraleikurum og einnig verður leikið Rondó í e-moll sem Carl Philipp Emanuel Bach samdi árið 1781 og gaf undirtitilinn „Kveðja til Silbermann-hljóðfæris míns“. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdottir, en lesarar eru Halla Harðardóttir og Kristján Guðjónsson.

Frumflutt

16. okt. 2025

Aðgengilegt til

17. jan. 2026
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,