Stakkaskipti

1. þáttur Samræmi lítið sem ekkert

Alls eru rúmlega 22 þúsund nemendur í þeim 30 framhaldsskólum sem eru starfandi á Íslandi. Menntamálayfirvöld hafa staðfest tæplega 400 mismunandi námsbrautir hjá þessum skólum og lítið samræmi er á milli skóla. Þetta torveldar gerð námsefnis þar sem enginn er kenna það sama. Viðmælendur í fyrsta þættinum eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Ársælsson, Atli Harðarson, Guðrún Helga Ástríðardóttir, Hildur Ýr Ísberg, Matthildur Ársælsdóttir og Svanhildur Svavarsdóttir.

Frumflutt

19. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Stakkaskipti

Stakkaskipti

Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.

Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.

Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

,