19:45
Lesandi vikunnar
Sigrún Eldjárn
Lesandi vikunnar

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í dag var Sigrún Eldjárn, einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunaanna og Fjöruverðlaunanna fyrir bók sína Sigrún á safninu sem kom út í fyrra. Í þeirri bók sagði hún frá æskuheimili sínu á þjóðminjasafninu og nú er komin út ný bók Torf, grjót og burnirót þar sem útskýrt er hvernig torfbær er reistur. En Sigrún sagði okkur auðvitað frá bókum og höfundum sem hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

Er aðgengilegt til 19. október 2026.
Lengd: 16 mín.
e
Endurflutt.
,