• 00:01:01Vestmanneyingar í Grindavík
  • 00:13:33Óvissan er verst
  • 00:20:0860 ár frá Surtseyjargosi

Kastljós

Yfirgefur heimilið í annað sinn, flúði með 1 árs son, Surtsey 60 ára

Fyrir hálfri öld þurftu íbúar Vestmannaeyja flýja heimili sín þegar það byrjaði gjósa í Heimaey. Mörg settust upp á landi, þar á meðal í Grindavík. Um helgina upplifðu þau í annað sinn á ævinni þurfa yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgoss, þar á meðal Kjartan Friðrik Adólfsson, aðalbókari hjá Grindavíkurbæ. Hann var gestur Kastljóss ásamt Þorsteini Gunnarssyni, borgarritara, sem fór líka upp á land í Eyjagosinu og bjó lengi í Grindavík.

Sigurbjörg Vignisdóttir er ein þeirra Grindvíkinga sem flýja þurfti heimili sitt en hún er uppalin í bænum og stór hluti fjölskyldu hennar býr þar. Hún auglýsti eftir íbúð á Facebook og fékk íbúð fyrir sig og 1 árs son sinn. Við ræddum við Sigurbjörgu fyrr í dag.

Það eru ekki einungis fimmtíu ár frá gosinu í Heimaey heldur eru 60 ár liðin frá Surtseyjargosinu. Á hverju sumri fara vísindamenn út í eynna til fylgjast með þróun hennar og breytingum á náttúru og dýralífi. Heimildarmynd um leiðangurinn verður sýnd á RÚV í kvöld. Við ræddum við leiðangursstjórann um starf vísindamanna í eynni.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

14. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,