Kastljós

Ár frá innrás Rússa í Úkraínu

Á föstudag verður ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir ekki útlit fyrir stríðið taki enda í bráð hefur baráttuvilji Úkraínumanna síst minnkað og segjast heimamenn ekki einu sinni íhuga þann möguleika þeir tapi stríðinu. Við verðum með fókusinn á Úkraínu í þætti kvöldsins og fáum til okkar Rósu Magnúsdóttur prófessor í sagnfræði og Oksönu Shabatura, sem er úkraínsk en hefur búið í næstum tvo áratugi á Íslandi. Við ræðum einnig við Ingólf Bjarna Sigfússon fréttamann sem er staddur í Úkraínu ásamt Ingvari Hauki Guðmundssyni myndatökumanni og heyrum brot úr viðtali hans við Oleg Nikolenko, talsmann utanríkisráðherra Úkraínu. Við hittum einnig úkraínkst flóttafólk og sjálfboðaliða í dægradvöl í Vesturbænum.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

22. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,