Kastljós

Snjóflóð á Austfjörðum, skaðaminnkun og Visitors

Tíu slösuðust en sem betur fer ekki alvarlega þegar snjóflóð féllu á íbúðarhús í Neskaupstað. Á annað hundrað húsa voru rýmd, auk fleiri húsa á Eskifirði og Seyðisfirði. Kastljós ræddi við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra í Fjarðarbyggð, og Hildi Þórisdóttur, sveitastjórnarfulltrúa á Seyðisfirði en þar féll flóð á mannlaust hús.

Skaðaminnkun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Margt hefur breyst í þeirri nálgun sem notuð er þegar kemur fólki sem gímir við vímuefnafíkn. En út á hvað ganga slík úrræði? Kastljós ræddi við Svölu Jóhannesdóttur sem er ein þeirra sem kom því innleiða hugmyndafræðina hér á landi.

Metaðsókn hefur verið á Visitors, sýningu Ragnars Kjartanssonar í Listasafninu á Akureyri. Við litum inn á sýninguna.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

27. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,