• 00:01:00Ógreindir erfðasjúkdómar
  • 00:12:53Jól í skókassa í 20 ár
  • 00:16:57Menningarfréttir

Kastljós

Ógreindir erfðasjúkdómar, jól í skókassa og menningarfréttir

Um fimmtán þúsund Íslendingar eru með lífsógnandi erfðatengdan sjúkdóm, sem hægt er meðhöndla eða fyrirbyggja, samkvæmt rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar sem kynntar voru í dag. Kári Stefánsson forstjóri er gestur Kastljóss ásamt Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítalans. Við ræðum við þá um einstaklingsmiðaðar lækninga, hvað felist í þeim, og hvort og þá hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi búið undir þær.

Í október og nóvember breytist húsnæði KFUM og K í hálfgert verkstæði jólasveinsins. Þá er verkefnið Jól í skókassa í hámæli, þar sem sjálfboðaliðar vinna á vöktum við pakka inn jólagjöfum frá almenningi og fyrirtækjum, sem eru svo sendar til fátækra barna í Úkraínu. Verkefnið á tuttugu ára afmæli í ár

Við förum einnig yfir helstu menningarfréttir, eins og alltaf á fimmtudögum.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

9. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,