Kastljós

Íslenska æskulýðsrannsóknin, Lyngby og mannvirkjagerð

Í Kastljósi í kvöld heimsækjum við danska knattspyrnufélagið Lyngby, sem Gylfi Þór Sigurðsson, hefur gengið til liðs við, og þar með fjölgar Íslendingum í liðinu sem stýrt er af Frey Alexanderssyni. Við kynnum okkur líka helstu nýjungar í mannvirkjagerð, sem voru sýndar á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll um helgina.

Við rýnum einnig í niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem kynntar voru í dag en þar kemur meðal annars fram fimmtán prósent stúlkna og sex prósent drengja í tíunda bekk segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ragný Þóra Guðjohnsen stýrir rannsókninni, og ræðir hana í þætti kvöldsins.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

4. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,