Kastljós

Mál séra Friðriks, Þarf alltaf að vera grín, Menningarfréttir

Séra Friðrik Friðriksson var frumkvöðull í æskulýðsstarfi, stofnaði ma.a. KFUM-og K og íþróttafélögin Val og Hauka. Í nýrri bók eftir Guðmund Magnússson sagnfræðing kemur fram frásögn manns sem segir séra Friðrik hafa brotið á sér kynferðislega. Hvernig gerum við upp svona mál, 60-70 árum eftir það gerist? Við ræðum við Bjarna Karlsson prest og Drífu Snædal, talskonu Stígamóta.

Þarf alltaf vera grín? er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins - og ekki bara streymisveitum heldur í raunheimum líka. Fyrr á árinu seldust sæti á sýningu þeirra í Eldborg upp á hálftíma. er röðin komin Hofi á Akureyri. Við kynntum okkur þríeykið á bakvið hlaðvarpið.

Það gætir ýmissa grasa í Menningarfréttum vikunnar. Við lítum á sýninguna Sögur af hvítabirni í Gallerí Fold, kynnum okkur kvikmyndahátíð á Akureyri, Útvarpsleikritið Víkingar og hvað er í boði fyrir börn í Vetrarfríi.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,