• 00:00:43Undraverður bati Tristans Loga
  • 00:10:45Samdráttur í íbúðauppbyggingu
  • 00:21:53Ástralía í Eurovision

Kastljós

Undraverður bati Tristans, húsnæðisekla, Ástralía og Eurovison

Tveggja og hálfs árs drengur er á batavegi eftir hafa veikst skyndilega af sjaldgæfum taugasjúkdómi sem lamaði hann og olli hjartastoppi. Bati hans þykir undraverður en hann var í hjartastoppi í 69 mínútur. Kastljós kynnti sér sögu Tristans Loga.

Kaupsamningum hefur snarfækkað með hækkandi stýrivöxtum og stefnir í verulegan samdrátt í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði - sem gæti svo aftur leitt til enn meiri húsnæðiseklu og verðhækkana þegar fram í sækir. Hvernig er hægt rjúfa þennan vítahring og halda dampi í íbúðaruppbyggingu í verðbólgu og hávaxtaumhverfi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum iðnaðarins, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fóru yfir málið.

Það er allt á suðupunkti í Liverpool daginn áður en Diljá tekur þátt í síðari undanriðli Eurovision á fimmtudag. Önnur þjóð sem tekur þátt er Ástralía en Sigurður Þorri hitti fulltrúa þeirra á opnunarhátíðinni.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

10. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,