• 00:00:49Lögregluvernd
  • 00:07:55Dæmd til að selja eigin íbúð
  • 00:17:55Þuríður Sigurðardóttir

Kastljós

Lögregluvernd, dæmd til að selja eigin íbúð, Þuríður Sigurðardóttir

Á þriðja hundrað manns hafa fengið tímabundna lögregluvernd það sem af er ári, nærri því einn á dag. Þar á meðal var fjölskylda á Suðurnesjum, eftir ungir maður í fjölskyldunni varð fyrir hrottalegri líkamsárás. Verndin sem fólki býðst er neyðarhnappur, öryggismyndavélar lögreglu settar upp við hús þeirra eða sérstaka tengingu á síma sinn til strax sambandi við lögreglu. Við fjölluðum um málið.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku konu í fjölbýlishúsi í Engihjalla til flytja burt og selja íbúðina innan þriggja mánaða, vegna ónæðis og tjóns sem hún hafði valdið nágrönnum sínum undanfarin átta ár. Í apríl var öldruð kona dæmd til selja íbúð vegna óhóflegrar ruslasöfnunar. Við ræddum við Tinnu L yngberg lögfræðing hjá Húseigendafélaginu, og Marlenu Piekarska, lögmann húsfélagsins sem sótti málið í Engihjalla.

Þuríður Sigurðardóttir var um árabil ein vinsælasta söngkona landsins. Um aldamótin sneri hún nótnablaðinu við og byrjaði mála á það. Hún útskrifaðist úr myndlist frá LHÍ árið 2001 og hefur málað allar götur síðan. Á dögunum opnaði hún sýningu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Lauganesi. Titillinn er viðeigandi því hún ólst upp í gamla Laugarnesbænum steinsnar frá safninu. Kastljós leit á sýninguna.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

1. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,