Í þessum þætti mætast lið Álftaness og Reykjavíkur.
Lið Álftaness skipa Tryggvi M. Baldvinsson aðjunkt við tónlistardeild Listaháskólans í Reykjavík, deildarstjóri tónfræðigreina við Tónlistakólann í Reykjavík, tónskáld og fl., Ingrid Kuhlman sem rekur fyrirtækið Þekkingarmiðlun og Einar Sverrir Tryggvason kvikmyndatónskáld.
Lið Reykjavíkur skipa Óttarr Ólafur Proppé borgarfulltrúi og dægurlagatextahöfundur, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir laganemi og borðtennisþjálfari hjá KR og Börkur Gunnarsson blaðamaður.
Frumsýnt
23. nóv. 2012
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Útsvar 2012-2013
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.