Sagnaslóð

séra Benedikt og Hólar

Biskupsstóll og skóli voru lagðir niður á Hólum í byrjun 19. aldar. Hólar ásamt fleiri jörðum hins forna biskupsstóls voru seldir á uppboði í ágúst 1802. Eigendaskipti urðu tíð og þetta forna höfuðból drabbaðist niður. En 1824 komust Hólar í eigu séra Beenedikts Vigfússonar og þá hófst nýr kafli í sögu þessa forna staðar. Séra Benedikt þótti fésæll og safnaði jarðeignum og varð einn auðugasti maður norðanlands á sinni tíð. Í þættinum segir nokkuð frá séra Benedikt. Lesari með umsjónarmanni er Sigríður Kristín Jónsdóttir.

Frumflutt

4. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sagnaslóð

Sagnaslóð

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson

Þættir

,