Kynstrin öll

Sigþrúður Guðmundsdóttir

Jólin nálgast og eftir innan við viku sitjum við flest með fjölskyldum okkar við jólaborðið, södd og sæl með tilhlökkun í maganum yfir því sjá börnin opna gjafirnar. Fyrir einhverja hefur aðventan verið kvíðvænleg en allt kemur loks heim og saman á aðfangadagskvöldi, í friði og ró. Jólunum fylgja gjarnan bækur, konfekt, kertaljóst og hlýir sokkar. Allt það sem er best. En jólunum getur líka fylgt allt það sem er verst. Við upplifum þennan tíma öll misjafnt. Einhverjir sitja ekki rólegir á heimili sínu um jólin heldur í ókunnugu húsi flýja aðstæður sem voru orðnar óbærilegar. Gestur þáttarins er Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfins. Hún hefur skipulagt ófá jól í Kvennaathvarfinu og veit því nákvæmega hvaða þarfir þarf uppfylla hjá hópnum sem til athvarfsins leitar, á hátíð ljóss og friðar.

Frumflutt

18. des. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Þættir

,