Kynstrin öll

Garðar Gunnlaugsson

Síðan í sumar hefur klefakúltúr í knattspyrnu verið mikið í umræðunni sem og önnur menning innan íþróttahreyfingarinnar sem sumir segja vera eitraða en aðrir kannast ekkert við. Íslenskir karlmenn hafa kannski aldrei verið þekktir fyrir neina sérstaka séntilmennsku en hvar liggja mörkin á milli karlagrobbs og dónaskapar - daðurs og kynferðislegrar áreitni? Sumum þykja þessi mörk afar skýr, öðrum samfélagið hafi breyst á ógnarhraða og bókstaflega ekkert megi lengur.

Gestur þáttarins er fótboltamaðurinn Garðar Gunnlaugsson. Garðar hefur undanfarið stigið fram í opinberri umræðu og lýst yfir stuðningi við málflutning þeirra sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Hann hefur sömuleiðis tjáð sig um klefakúltúr í boltanum og sagt íþróttahreyfinguna þurfa taka sér taki.

Frumflutt

20. nóv. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Þættir

,