Kynstrin öll

Magnea Marinósdóttir

Ísland er friðsælt land og þjóðin stolt af því vera fjarri vígavöllum jarðarinnar. Í stríðshrjáðari hluta heimsins eru byssur og bombur ekki einu meðölin sem beitt er í átökum, heldur hefur kvenlíkaminn hreinlega orðið vígvöllur og ofbeldi gegn konum notað markvisst til berja á bak aftur varnir þjóða og þjóðarbrota. Gestur þáttarins er Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur á sviði jafnréttismála. Magnea hefur unnið víðsvegar um heim við bæta líf stúlkna og kvenna, meðal annars í Afganistan, Balkanskaganum og í Ísrael og Palestínu en einnig starfað í teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins við fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við kynferðisofbeldi sem framið er í tengslum við vopnuð átök.

Frumflutt

13. nóv. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Þættir

,