Kynstrin öll

Birna Gústafsson

Unaður hefur ekki alltaf verið umræðuefni sem nær máli í jafnréttisbaráttunni. Það er sannarlega auðvelt afgreiða unað sem munað og forgangsraðað formlegri afkimum baráttunnar, á borð við launamun kynjanna og skiptingu heimilisstarfa, framar en mikilvægi kynlífs og nautna hverskonar. Reynslan hefur þó kennt baráttufólki kynjuð nálgun í samskiptum er alls ekki skilin eftir fyrir utan svefnherbergisdyrnar. Í rúminu hafa fullnægingar karla jafnan þótt sjálfsagðar en fullnægingar kvenna einhverskonar fjallganga. Þrekraun þar sem ekki allir komast upp á topp. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar í þessum efnum á skömmum tíma og umræðan um kynlíf, nautn og fantasíur gjörbreyst. Þrátt fyrir það hafa kynferðismál hinseginfólks fengið litla sem enga umfjöllun í fjölmiðlum og oft vill vera opinbert samtal um kynlíf einskorðist við kynlíf gagnkynja para. Kynfræðsla innan skólakerfisins snýst meira um líffræði og smitsjúkdóma en líðan og ánægju - og lítið fer fyrir því kynlíf rætt sem sjálfsagður hlutur í lífi fullorðins fólks þar sem enginn er þó fullnuma fyrr en ævin er á enda. Gestur þáttarins er Birna Gústafsson kynfræðingur sem segist líta á kynferðislegan unað sem mannréttindi, ekki óþarfa dekur. Hún heldur úti hlaðvarpi um kynlíf og tekur sér fræðslu fyrir fullorðið fólk um blæti, kynlífstæki, fullnægingar og allt annað sem tengist þessu víðfeðma sviði.

Frumflutt

11. des. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Þættir

,