Kynstrin öll

Renata og Ari

Þátturinn er þessu sinni helgaður baráttu fólks sem stundar kynlífsvinnu fyrir afglæpavæðingu starfs síns. Innreið vefsíðunnar OnlyFans á íslenskan markað hefur, bara á þessu ári, haft mikil áhrif á umræðuna um framleiðslu klámefnis og tæknin virðist einhverju leyti hafa tekið völdin úr höndum moldríkra framleiðenda og fært þau til fólksins sem framleiðir, leikstýrir og leikur sjálft í efninu á sinni prívat síðu. Samhliða þessari umræðu verður æ háværara ákall um taka upp umræðuna um lagaumhverfi kynlífsvinnu og breyta löggjöfinni í átt sem sumum þykir manneskjulegri, öruggari og heillavænlegri.

Gestir þáttarins eru Renata Arnórsdóttir og Ari.

Frumflutt

18. sept. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Þættir

,