Kynstrin öll

Ólöf Tara Harðardóttir

Baráttufólki fyrir jafnrétti kynjanna hefur lengi orðið tíðrætt um ofsóknir og áreiti sem þau verða fyrir baráttu sinnar vegna. Nafntogaðir feminístar hafa líst því hafa orðið fyrir hótunum og eru í ákveðnum kreðsum úthrópaðir fyrir skoðanir sínar - jafnvel hefur nafn þeirra orðið eins og samnefnari fyrir samfélagsgerð sem andfeminístar finna allt til foráttu. Þess vegna er svo merkilegt þegar andlit stíga fram af krafti inn í jafnréttisbaráttuna, óhrædd við valda usla eða móðga fólk sem finnst samskipti kynjanna bara vera í stakasta lagi. Einn slíkur hópur baráttufólks, sem kemur fram undir nafninu Öfgar, hefur vakið gríðarlega athygli síðan í vor og mjög fljótt stimplað sig inn í feminíska umræðu, með einarðri afstöðu sinni í ofbeldismálum og sterkum skoðunum á því hvernig samfélagið getur gert miklu miklu betur í þeim efnum. Gestur þáttarins er Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari og meðlimur Öfga.

Frumflutt

27. nóv. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Þættir

,