Kynstrin öll

Sæborg Ninja og Andie Sophia

Það eru fáir sem vita hvað svokallaðir "chasers" eru aðrir en transkonur á stefnumótaforritum en fólk sem blætisvæðir transfólk er ein birtingarmynd þeirra fordóma sem það mætir í sínu daglega lífi. Í þættinum ræða Sæborg Ninja Urðardóttir og Andie Sophia Fontaine upplifun sína af stefnumótamenningunni hér á landi fyrir transkonur og dónaskapinn sem þeim mætir oft á tíðum.

Frumflutt

16. okt. 2021

Aðgengilegt til

8. ágúst 2026
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.

,