Kynstrin öll

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Umræðan um hvers kyns ofbeldi hefur galopnast undanfarin ár. Flestir hafa þakkað þessari tilfinningabyltingu samfélagsmiðlum og þeirri staðreynd þar getur fólk tjáð sig um áföll sín, fengið stuðning frá jafningjum og verið eitt lóð á vogarskálar byltinga á borð við #metoo. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Fjölmiðlar hafa gegnt lykilhlutverki í gefa þolendum rödd og opna umræðuna. Vandaðar umfjallanir og viðtöl hafa normalíserað það þolendur, bæði konur og karlar, stígi fram og tjái sig um reynslu sína. Segi frá. baki slíkum umfjöllunum liggur jafnan þaulhugsuð vinna blaðamanns sem hefur lagst í mikla vinnu við söguna staðfesta, stundum með þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu, eða vitnisburði annarra sem geta varpað ljósi á brotið sem um ræðir. Það er óhætt segja viðmælandi minn þessu sinni einhverju leyti brautryðjandi í umfjöllunum um ofbeldismál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, á baki fimmtán ára feril í fjölmiðlum og hefur á því tímabili tekið ógrynni viðtala við þolendur ofbeldis, opnað stór mál þar sem misrétti hefur fengið viðgangast og sannarlega verið mætt af mikill hörku vegna umfjallana sinna, meðal annars með ofsóknum og lögsóknum.

Frumflutt

4. des. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Þættir

,