Fram og til baka

Jelena Ćirić flutti fimm safaríkar ávaxtasögur.

Aðalgestur Fram og til baka þennan morguninn var Jelena Ćirić blaða- og tónlistarkona. Jelena er söngvaskáld og hefur vakið mikla athygli fyrir sína tónlist, fengið í fjórgang tilnefningar til Íslensku tónistarverðlaunanna og hlaut þau svo árið 2021. Jelena fæddist í Serbíu, ólst upp í Kanada og býr ásamt manni sínum í Reykjavík. Hún hefur því komið víða við og kynnst á sínum ferðalögum fjölmörgum ljúffengum ávöxtum. Hún bauð því upp á safaríka Fimmu sem við hlustendur fáum njóta ávaxtanna af.

Í seinni hluta þáttar hringdum við í Kristínu Andreu Þórðardóttur sem er ein skipuleggjenda Skjaldborgar, heimildamyndahátíðarinnar á Patreksfirði. Þar var allt í blússandi gangi og fjölmenn hátíð fram undan alla helgina. Svo var það tónlistin, í tilefni Hvítasunnu voru leikin lög sem innihéldu hvítan lit.

Frumflutt

18. maí 2024

Aðgengilegt til

18. maí 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,