Gestur Fimmunnar í Fram og til baka þennan morguninn var Adda Rúna Valdimarsdóttir skrifstofustjóri menningarborgar á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. Hún bauð upp á bráðskemmtilegt ferðalag milli fimm staða, borga sem annarra byggðalaga hér á landi, Adda Rúna ólst upp á Skaganum en fór svo sem unglingur að skoða heiminn og við heyrðum um veru hennar í Texas í Bandaríkjunum, Kaupmannahöfn og ferðir um háldni íslands.
Í seinni hluta þáttar hringdum við vestur á firði og tókum púlsinn á tónlistarmanninum Skúla Þórðarson sem kennir nú á gítar við Tónlistarskólann á Ísafirði. Skúli hefur ekki verið eins iðinn við kolann að viðra tónlistarsjálfiðvið, Skúla mennska, en sitthvað stendur til í sumar. Skúli var að undirbúa sig fyrir tónleika kvöldsins en hann kemur fram þessi dægrin með Kennarasambandinu, hljómsveit skipaða samkennurum Skúla við Tónlistarskólann.
Loks var nú tónlistin vitanlega í forgrunni og þar var farið fram og til baka.
Jónas Sig og lúðrasveit Þorlákshafnar - Hafið er svart.
The Kinks - Waterloo Sunset.
Dolly Parton - 9 to 5.
Abba - Eagle.
Kiriyama Family - About you.
Stuðmenn - Reykingar.
Stone Roses - Made of Stone.
Skúli Mennski og hljómsveitin Grjót - Heilræðavísa.
Kim Larsen - Papirsklip.
Velevet Underground & Nico - femme fatale.
Blind Melon - No rain.
Beyonce - Hold Up.
Electric Light Orchestra - Living Thing.