Fram og til baka

Gunnella Hólmarsdóttir og skópörin fimm sem leitt hafa hana í gegnum lífið.

Gunnella Hólmarsdóttir leikkona, leikstjóri, handritshöfundur, dansari og margt fleira var gestur þáttarins og mætti með fimm skópör sem leitt hafa hana í gegnum lífið. Frábær fimma þar á ferð og tengdust 1-2 skópör sýningu Gunnellu Hvað ef sósan klikkar? sem sýnd er í Tjarnarbíói þessi dægrin.

Seinni gestur Kristjáns var Þorkell Heiðarsson deildarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal og ræddi hann um mikilvæga sambúð manna og dýra hér í borginni sem og annars staðar.

Frumflutt

6. apríl 2024

Aðgengilegt til

6. apríl 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,