07:03
Sumarmorgunn
Notaleg stund á listasafninu og norræn vistræktarhátíð
Sumarmorgunn

Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.

Starfsfólk Listasafns Íslands liggur ekki í ládeyðu þrátt fyrir hásumartíma því boðið er upp á þrælskemmtilegar og forvitnilegar sýningar sem vert er að skoða og svo alls konar námskeið og aktivitet fyrir börnin. Listasafnið er því tilvalinn staður fyrir fjölskyldur að heimsækja saman. Og í kvöld er Fimmtudagurinn langi svokallaður en starfsfólk safnsins hefur, síðasta fimmtudag hvers mánaðar, boðið gestum upp á alls konar dagskrá en núna í kvöld er safnið opið til 22:00 og ókeypis aðgangur er í ofanálag eftir kl. 17:00! Dorothee Kirch er markaðs- og þróunarstjóri safnsins og hún sagði okkur frá lífinu á listasafninu á sumrin.

Norræn vistræktarhátíð er haldin í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð í næstu viku þar sem náttúrubörn, umhverfissinnar og vistræktaráhugafólk geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Og sömuleiðis fólk sem er forvitið um þennan lífstíl. Norræna vistræktarhátíðin hefur verið haldin á Norðurlöndunum frá árinu 2011 og verður haldin hér á landi í ár, og í annað sinn sem það er gert. Hildur Dagbjört Arnardóttir er leiðbeinandi í vistrækt, hefur tileinkað sér þann lífstíl, notað og kennt á Íslandi í nokkur ár og verður ein þeirra sem verður með vinnustofu á hátíðinni. Við spurðum hana um vistrækt, hvað það sé eiginlega og hvað verði í boði á vistræktarhátíðinni.

Svo voru þessi umfjöllunarefni dagsins blönduð saman með dýrindis tónlistarkokkteil:

AMABADAMA - AI AI AI

HOZIER - Too sweet

LJÓTU HÁLFVITARNIR - Hættissuvæli

LOVIN' SPOONFUL - Daydream

MOSES HIGHTOWER, FRIÐRIK DÓR - Bekkjarmót og jarðarfarir

Á MÓTI SÓL - Okkur líður samt vel

BLONDIE - Heart Of Glass

THE CLASH - Im not down

BÍTLAVINAFÉLAGIÐ - Alveg orðlaus

ZOMBIES - She's Not There

BRÍET - Wreck Me

ELVAR - Miklu betri einn

SCISSOR SISTERS - Take your mama

PET SHOP BOYS - Suburbia

THE PRETENDERS - Back On The Chain Gang

EMMSJÉ GAUTI, KRÓLI - 10 þúsund

SOMBR- Undressed

STEED LORD - Curtain Call

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 57 mín.
,