Barbara Árnason á Gerðarsafni, Alicja Kwade í i8 gallerí og Ars Longa á Djúpavogi
Listin liggur heldur betur ekki í dvala á sumrin. Verk eftir Barböru Árnason eru sýnd á Gerðarsafni í Kópavogi. Melkorka Ólafsdóttir fjallar um þessa merkilegu listakonu og Pétur Magnússon ræðir við Brynju Sveinsdóttur, forstöðumann Gerðasafns.
Una Schram ræðir við pólsku listakonuna Alicju Kwade á i8 gallerý þar sem sýning hennar, Silent Archibionts, stendur yfir.
Við heimsækjum samtímasafnið Ars Longa á Djúpavogi og heyrum frá yfirstandandi sýningu, Í lággróðrinum.
Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnandi fjallar um Targets eða Skotmörk frá árinu 1968, hryllingsmynd sem veltir fyrir sér hvernig eðlilegur drengur verður að fjöldamorðingja.
Tónlist flutt í þætti:
Jack J - Falling Down a Well
Men I Trust - Space Is the Place
Frumflutt
31. júlí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.