Aðeins 17 ára gamall var Sheku Kanneh -Mason valinn Ungur tónlistarmaður ársins hjá BBC árið 2016. Stjarna hans hefur síðan risið stöðugt á hinum alþjóðlega tónlistarhimni. Hann tekst á við sellókonsert eftir Dmitri Shostakovitsj á þessum tónleikum frá Köln.
Og rísandi stjarna óperuheimsins er Miriam Khalil sem flytur á þessum tónleikum brot úr óperu eftir Karim Al-Zand (1970) - Al Hakawati.
Einnig hljómar sinfónísk svíta Rimsky-Korsakovs op 35. Schecerazade.
Cristian Măcelaru stjórnar sinfóníuhljómsveit vestur þýska útvarpsins í Köln.
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Frumflutt
16. apríl 2025
Aðgengilegt til
30. ágúst 2025
Tónleikakvöld
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.