Benedikt Hermannsson ræðir við góða gesti um tungumál tónfræðinnar og varpar ljósi á byggingareiningar tónlistarinnar.
Þegar tónlistarnemendur fara að glugga í erlendar bækur um tónfræði fer orðið timbre að birtast reglulega. Orðabókaskilgreiningin á timbre er hljómblær, eitthvað sem lýsir áferð fremur en nótum, tónbilum eða takti. Í þættinum ræðir Bára Gísladóttir um áferð hljóðs, hljómblæ, yfirtóna, ljós og myrkur - og tónlist sem lifandi veru.
Ljósmynd: RUI CAMILO
Umsjón: Benedikt Hermann Hermannsson
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Í dag er það Sigríður Benediktsdóttir fjármálahagfræðingur og prófessor við Yale háskóla sem bregður sér á eyðibýlið. Umsjón: Margrét Sigurðardóttir
Þáttur um íslenska söngleiki um vorkomuna.
Á 20. öld voru oft samin stutt leikrit um sigur vorsins yfir vetrinum, söngleikir sem fluttir voru af börnum á sumardaginn fyrsta.
Í þessum þætti verða flutt atriði úr nokkrum slíkum söngleikjum. Meðal skálda eru Guðmundur Guðmundsson skólaskáld, Jóhannes úr Kötlum og Margrét Jónsdóttir og meðal tónsmiða Emil Thoroddsen, Ingi T. Lárusson, Birgir Helgason og Margrét Sighvatsdóttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Tónlist og talmálsefni úr safni útvarpsins.
Leikin tónlist frá 1930 sem kom út á Columbia-plötum það ár, en einnig upptökur frá 1916 og 1932.
Lesið úr ævintýri Jónasar Hallgrímssonar um Drottninguna á Englandi. Lesari Marta Kalman.
Leikið brot úr viðtali við Harald Ólafsson í Fákanum sem Svavar Gests átti við hann árið 1977. Þar segir hann frá komu enskra upptökumanna til landsins árið 1930 en teknar voru upp um rúmlega 60 hljómplötur það ár.
Umsjónarmaður: Jónatan Garðarsson.

Veðurstofa Íslands.
Nemendur í 10. bekk eru þessar vikurnar að sækja um framhaldsskólavist fyrir næsta vetur og möguleikarnir eru margir á þessum kaflaskilum í skólagöngu þeirra. Um leið er ekki sjálfgefið að fá inngöngu í skólann sem er efstur á óskalistanum – nema að nemandinn sé með annaðhvort A eða B plús í öllu. Og er A í einum skóla það sama og A í öðrum?
Ef nemandi er með fötlun eða erlendan bakgrunn er síðan alls ekki víst að skólinn sem viðkomandi hugnast best geti tekið á móti honum og framhaldsskólarnir eru misvinsælir. Því skipta lokaeinkunnir úr grunnskóla sköpum ef sótt er um vinsælustu framhaldsskólana. Í þáttaröðinni Kaflaskil er rætt við fólk sem þekkir vel til í völundarhúsi menntakerfisins á Íslandi.
Þáttaröðin Kaflaskil er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á aðalnámskrá grunnskóla enda fékk hún falleinkunn í úttekt sem unnin var fyrir sex árum. Endurskoðuð aðalnámskrá tekur gildi næsta haust og þar hafa greinasvið og hæfni- og matsviðmið þeirra verið endurbætt og einfölduð. Í fyrsta þætti Kaflaskila er fjallað um aðalnámskrá og hæfni- og matsviðmið. Viðmælendur eru: Auður Bára Ólafsdóttir, Brynhildur Sigurðardóttir, Gunnar Gíslason, Ívar Rafn Jónsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Ómar Örn Magnússon, Sigrún Blöndal og nokkrir nemendur í Hagaskóla.
Guðsþjónusta.
Séra Arnór Bjarki Blomsterberg þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti er Árni Heiðar Karlsson, sem jafnframt stjórnar Kór Kálfatjarnarkirkju.
Upphafsbæn og lokabæn flytur Árni Klemens Magnússon.
Fyrri ritningarlestur: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir.
Síðari ritningarlestur: Henríetta Ósk Melsen.
Guðspjall: Arnór Bjarki Blomsterberg.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil: Úr svítu eftir L.N. Clérambault. Höf: L.N. Clérambault.
Sálmur 580. Þú, mikli Guð. Höf: Lag: Hollenskt þjóðlag. Texti: Anders Frostenson / Sigurbjörn Einarsson.
Sálmur 450. Þú ert Guð sem gefur lífið. Höf: Lag: Svissneskt þjóðlag. Texti: Jón Ragnarsson.
Sálmur 763. Ó, Guð, ég veit hvað ég vil. Höf: Lag: Torgny Erséus, Texti: Kristján Valur Ingólfsson.
Eftir predikun:
Vikivaki. Höf: Lag: Valgeir Guðjónsson. Texti: Jóhannes úr Kötlum.
Sálmur 623. Allt sem Guð hefur gefið mér. Höf: Lag: Sigurður Flosason. Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Drottinn, gerðu hljótt í hjarta mínu. Höf: Lag: A.L. Webber. Texti: höfundur óþekktur.
Eftirspil sungið: Sálmur 242:.Megi gæfan þig geyma. Höf: Nickomo Clarke. Texti: Bjarni Stefán Konráðsson.
Útvarpsfréttir.
Níu eru látnir og margir særðir eftir að bíl var ekið á mannfjölda í Vancouver í Kanada í gærkvöld.
Fyrirtækjaeigendur í Grindavík eru mis vongóðir um þá aðstoð sem stjórnvöld ætla að veita þeim eftir að rekstrar- og launastyrkur til fyrirtækja var afnuminn. Von er á tillögum í vikunni. Einn þeirra segir að honum hafi lítið sem ekkert boðist.
Hampiðjan keypti meirihluta í einum stærsta framleiðanda neta og kaðla á Indlandi og færir drjúgan hluta starfseminnar frá Evrópu. Aðeins brot af tekjum fyrirtækisins verður til hér á landi.
Formaður landstjórnar Grænlands fer í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur í dag. Hann hyggst ræða við forsætisráðherra Danmerkur um samvinnu og stöðu mála á alþjóðavettvangi.
Hrefnuveiðar við Ísafjarðardjúp þjóna á engan hátt hagsmunum Vestfirðinga að mati fulltrúa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Hann vill skilgreina Ísafjarðadjúp sem griðasvæði hvala.
Ákvörðun um hvenær nýr páfi verður kjörinn verður tekin á morgun. Atvkvæðagreiðsla hefst í fyrsta lagi níu dögum eftir jarðarför páfa.
Og það eru margir á ferðinni núna að fegra sitt nánasta umhverfi. Alþjóðlegi plokkdagurinn er í dag. Við fylgjum nokkrum plokkurum eftir í lok fréttatímans.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas jarðskjálftana sem urðu í Mjanmar í lok mars og hverjar afleiðingar þeirra urðu. Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdarstjóri Rauða krossins á Íslandi gefur innsýn inn í björgunaraðgerðir og samstarf erlendra björgunarsveita við herforingjastjórnina í landinu.
Viðhorf okkar til fjalla og eldfjalla hafa tekið miklum breytingum í tímans rás. Stiklar er á stóru í hugmyndasögu fjallsins í tveimur þáttur. Í fyrri þætti er sjónum beint að háleitri ægifegurð fjalla á meðan eldfjöll og eldgos eru til umræðu í þeim seinni. Rætt verður við fræðimenn um birtingarmynd fjalla og eldfjalla í bókmenntum og myndlist.
Umsjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Eldfjöllin hafa hrætt okkur og heillað í margar aldir. Jarðhræringar á borð við jarðskjálfta og eldgos hafa fylgt manninum alla tíð. Hvernig birtast eldfjöllin í fornum ritum? Hvernig hafa hugmyndir okkar um orsök eldgosa breyst í gegnum aldirnar? Viðmælendur eru Aðalheiður Guðmundsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Í þættinum eru hljóðbrot úr þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar. Umjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í þættinum er rætt við Bjarna Frímann Bjarnason - einn aðstandenda STATE OF THE ART tónlistarhátíðarinnar. Bjarni ræðir við Pétur Grétarsson um tónlistina og hvað skiptir máli við miðlun hennar. Einnig heyrast brot úr tónleikum sem Bjarni hélt á Highland Trucks verkstæðinu á hátíðinni.
Einnig hljómar brot úr tónleikum ADHD og Bríetar á sömu hátíð, sem verða sendir út í heild sinni 1. maí nk.
Í lok þáttar hljómar tónlist norska fiðluleikarans Ola Kvernberg, sem barst okkur í gegnum evrópusamstarf djasstónlistarinnar. Evrópudjassin verður í deiglunni í kringum alþjóðlegan dag djasstónlistarinnar 30. apríl nk.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Orð af orði, þáttur um íslensku og önnur mál.
Í þættinum í dag verður fjallað um undarlegt kvikindi í íslenskri þjóðtrú. Meðal þess sem kemur við sögu er bretavinnan svokallaða; strokkar og skilvindur í íbúð í vesturbænum í Reykjavík; nafnorðin tili og beri; og hin fjölhæfa sögn bera.
Umsjón: Bjarni Benedikt Björnsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Benedikt Hermannsson ræðir við góða gesti um tungumál tónfræðinnar og varpar ljósi á byggingareiningar tónlistarinnar.
Þegar tónlistarnemendur fara að glugga í erlendar bækur um tónfræði fer orðið timbre að birtast reglulega. Orðabókaskilgreiningin á timbre er hljómblær, eitthvað sem lýsir áferð fremur en nótum, tónbilum eða takti. Í þættinum ræðir Bára Gísladóttir um áferð hljóðs, hljómblæ, yfirtóna, ljós og myrkur - og tónlist sem lifandi veru.
Ljósmynd: RUI CAMILO
Umsjón: Benedikt Hermann Hermannsson

Veðurfregnir kl. 18:50.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í dag var svo Urður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, en hún vinnur að atvinnu- og byggðaþróun, markaðsmálum og öðru tilfallandi og býr austur í Fljótsdal. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Urður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Strá fyrir Straumi – Sigríður Pálsdóttir e. Erlu Huldu Halldórsdóttur
Hnífur e. Salman Rushdie
Í skugga trjánna e. Guðrún Eva Mínervudóttir
Æviminningar Sigfúsar á Austfjarðarútunni e. Vilhjálm Einarsson
Vefarinn mikli frá Kasmír e. Halldór Laxness
Bone Clocks e. David Mitchell
Eyland e. Sigríði Hagalín
Viðhorf okkar til fjalla og eldfjalla hafa tekið miklum breytingum í tímans rás. Stiklar er á stóru í hugmyndasögu fjallsins í tveimur þáttur. Í fyrri þætti er sjónum beint að háleitri ægifegurð fjalla á meðan eldfjöll og eldgos eru til umræðu í þeim seinni. Rætt verður við fræðimenn um birtingarmynd fjalla og eldfjalla í bókmenntum og myndlist.
Umsjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Eldfjöllin hafa hrætt okkur og heillað í margar aldir. Jarðhræringar á borð við jarðskjálfta og eldgos hafa fylgt manninum alla tíð. Hvernig birtast eldfjöllin í fornum ritum? Hvernig hafa hugmyndir okkar um orsök eldgosa breyst í gegnum aldirnar? Viðmælendur eru Aðalheiður Guðmundsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Í þættinum eru hljóðbrot úr þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar. Umjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í Ostamálum veltum við upp spurningum sem fáir pæla í – eins og af hverju sumir sakna „alvöru osts“ á Íslandi? Við kíkjum undir hjúpin á ólíkum ostahefðum, hvernig bragð, menning og landslag mótar ostinn okkar og spyrjum okkur: Hvað segir ostur um okkur og um heiminn?


Veðurfregnir kl. 22:05.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-27
Hljómsveit Magnúsar Péturssonar, Haukur Morthens - Hagavaginn.
Bardot, Birgitte - Moi Je Joue.
Beatles, The - Lend me your comb.
Eggert Þorleifsson - Hárfinnur hárfíni.
HAIRDOCTOR - Major Label.
AMERICA - Sister Golden Hair.
Kór, Guðjón Davíð Karlsson, Hilmir Snær Guðnason, Björn Thors - Hár = Hair.
Jóhann Sigurðarson - Sól rís, sól sest = Sunrise sunset.
Te Kanawa, Kiri, London Symphony Orchestra, Ambrosian Singers - I'm gonna wash that man right out-a my hair.
KK sextettinn - Ó, María mig langar heim.
SOFT HAIR - Lying Has To Stop.
PROFESSOR LONGHAIR - Tipitina.
Rúnar Júlíusson, Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Hr. Rokk og Fýlustrákurinn.
OLGA GUÐRÚN - Ég Heyri Svo Vel.
Enigma - Sadeness.
BECK - Devils Haircut.
Parton, Dolly, Beyoncé - Dolly P.
Beyoncé - Jolene.
LOU REED - Walk On The Wild Side.
Scott McKenzie - San Francisco (Be Shure To Wear A Flower In Your Hair).
R.E.M. - Losing My Religion.
Matsubara, Miki - Mayonaka no Door / Stay with Me.
Berry, Chuck - You can't catch me.
DAS KAPITAL - Leyndarmál Frægðarinnar.

Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Níu eru látnir og margir særðir eftir að bíl var ekið á mannfjölda í Vancouver í Kanada í gærkvöld.
Fyrirtækjaeigendur í Grindavík eru mis vongóðir um þá aðstoð sem stjórnvöld ætla að veita þeim eftir að rekstrar- og launastyrkur til fyrirtækja var afnuminn. Von er á tillögum í vikunni. Einn þeirra segir að honum hafi lítið sem ekkert boðist.
Hampiðjan keypti meirihluta í einum stærsta framleiðanda neta og kaðla á Indlandi og færir drjúgan hluta starfseminnar frá Evrópu. Aðeins brot af tekjum fyrirtækisins verður til hér á landi.
Formaður landstjórnar Grænlands fer í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur í dag. Hann hyggst ræða við forsætisráðherra Danmerkur um samvinnu og stöðu mála á alþjóðavettvangi.
Hrefnuveiðar við Ísafjarðardjúp þjóna á engan hátt hagsmunum Vestfirðinga að mati fulltrúa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Hann vill skilgreina Ísafjarðadjúp sem griðasvæði hvala.
Ákvörðun um hvenær nýr páfi verður kjörinn verður tekin á morgun. Atvkvæðagreiðsla hefst í fyrsta lagi níu dögum eftir jarðarför páfa.
Og það eru margir á ferðinni núna að fegra sitt nánasta umhverfi. Alþjóðlegi plokkdagurinn er í dag. Við fylgjum nokkrum plokkurum eftir í lok fréttatímans.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Topplagið 27. apríl 1984 í Bandaríkjunum var lagið All Odds (Take A Look At Me Now) með Phil Collins, plata Whitesnake, 1987 eða bara Whitesnake frá 1987 var "eitís" plata vikunnar og heyrðum við tvö lög af henni. Suzanne Vega átti Nýjan ellismell vikunnar af nýrri plötu sem kemur út 2 maí. Lagið sem við heyrðum heitir Speakers' Corner.
Lagalisti:
Todmobile - Stúlkan.
Simple Minds - Don't You (Forget About Me).
irvana - The Man Who Sold The World.
Stuðmenn - Hringur og Bítlagæslumennirnir.
Malen og Sigrún Stella - If we could go back in time.
Curtis Harding - I Won't Let You Down.
Ed Sheeran - Azizam.
Tom Petty - Learning To Fly.
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
Phil Collins - Against All Odds (Take A Look At Me Now).
Snorri Helgason - Ein alveg.
Sabrina Carpenter - Taste.
Redbone - Come And Get Your Love.
Madness - Grey Day.
Taylor Swift - Wildest Dreams.
Á Móti Sól - Ef þú ert ein.
Salka Sól - Tímaglas.
Coolio - Gangsta's paradise.
Dasha - Austin.
14:00
Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel - Til þín.
Smokie - I'll meet you at midnight.
Benson Boone - Sorry I'm Here For Someone Else.
Alex Warren - Ordinary.
Helgi Björnsson - Kókos og engifer.
Whitesnake - Is This Love.
Whitesnake - Here I Go Again.
Lenny Kravitz - It ain't over 'til it's over.
Madonna - Hollywood.
Móeiður Júníusdóttir - Crazy Lover.
Parcels - Overnight.
Bob Marley - Three little birds.
Lucy Dacus og Hozier - Bullseye.
Kenya Grace - Strangers.
Sálin Hans Jóns Míns - Aldrei Liðið Betur.
Blondie - One Way Or Another.
Haim - Relationships.
Paul McCartney & Wings - Silly Love Songs.
Jónas Sig - Vígin falla.
Suzanne Vega - Speakers' Corner.
Fra Lippo Lippi - Shouldn't Have To be Like That.
Sheena Easton - Morning Train (Nine To Five).
Jalen Ngonda - Just as Long as We?re Together.
Shaboozey - A Bar Song (Tipsy).
Laufey - Silver lining.
Sóldögg - Hennar leiðir.
Michael McDonald - I keep forgettin'.
A-ha - I've been losing you.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Egill Ólafsson kemur aðeins við sögu í Rokklandi í dag, Steindór Andersen sem lést núna á dögunum – mikill heiðursmaður – vann mikið með Sigur Rós – einn helsti kvæðamaður Íslands undanfarna árutugi – Soffía Björg Óðinsdóttir – Teitur Magnússon – Mark Knopfler – allskonar – splunkuný músík og eldri.
En við heyrum líka á eftir í Karli Hallgrímssyni sem er Meistaranemi í stjórnun menntastofnana, en hann er búinn að vera að vinna að rannsókn um hvaða svipmyndir af skólastarfi og hvaða viðhorf til náms og menntunar birtast í textum íslenskra dægurlagatextahöfunda?
Hann er búinn að gera tvo þætti um málið fyrir Rás 2 – sá fyrri er á ruv.is og í spilaranum og seinni er á dagskrá 1. Maí.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Fréttastofa RÚV.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.