Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við héldum áfram umfjöllun um óhróður og hótanir í garð stjórnmálamanna. Tilefnið er afsögn flokksformanns í Svíþjóð vegna slíks. Jón Gunnar Ólafsson lektor var hér í gær og í dag ræddum við málið við stjórnmálamann - það stóð reyndar til að þeir yrðu fleiri en það breyttist; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, kom til okkar.
Arthur Björgvin Bollason fór meðal annars yfir háværa umræðu í Þýskalandi um innflytjendamál. Merz kanslari er meðal annars sakaður um kynþáttaandúð eftir tiltekin ummæli sem hann lét falla á dögunum.
Svo fjölluðum við um hagfræði; hagsögu nánar tiltekið en undanfarin fjögur ár hafa nóbelsverðlaunin í hagfræði verið veitt fyrir rannsóknir á hagsögu. Guðmundur Jónsson hagsöguprófessor talaði við okkur.
Tónlist:
Joni Mitchell - Help me.
Kristjana Stefánsdóttir - Í Reykjavíkurborg.
Mannakorn - Garún.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Skúli Bragi hefur haldið 500 fyrirlestra um félagslegt netöryggi og miðlalæsi. Hann segir frá frá lífi sínu, æskuárunum á Akureyri og hvernig hann tókst á við mikla erfiðleika.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Óvissan er mikil á húsnæðislánamarkaði, í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli sem höfðað var gegn Íslandsbanka. Stóru viðskiptabankarnir og nokkrir lífeyrissjóðir hafa dregið úr framboði verðtryggðra íbúðalána og í gær sagði Ingólfur Bender aðalhagfræðingur samtaka Iðnaðarins, í samtali við mbl.is, að stjórnvöld yrðu að koma að málinu til að eyða óvissu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn og fór með okkur yfir stöðuna.
Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum í Álaborg í Danmörku, er tilnefnd til Kammaprisen 2025, sem eru verðlaun fyrir konur og þeirra störf í nýsköpun og viðskiptum í Danmörku, en hún vinnur við að þróa lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómum eins og MND, MS, Parkison og Alsheimer með nýrri aðferðafræði sem vakið hefur mikla athygli. Steinunn sagði okkur betur frá þessu öllu í dag, en hægt er gefa henni atkvæði fyrir Kammaprisen 2025 hér: https://www.facebook.com/kammaprisen
Það eru gular og appelsínugular viðvaranir í gangi á suðvestuhorninu og á suðurlandi. Snjórinn var því þema dagsins í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni. Einar fór yfir það í dag og svo talaði hann einnig um einnig um aðdragand snjóflóðsins á Flateyri, veðurstöðuna þá og hvort hugsanlega, eftir á að hyggja, þar hafi verið ein fyrsta birtingarmynd öfgaveðurs sem tengja má við loftslagsbreytingar.
Tónlist í þættinum í dag:
Dýrð í dauðaþögn / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)
Fönn, fönn, fönn / Stuðmenn (Egill Ólafsson, texti Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon)
Þótt falli snjór / Jóhann Sigurðarson (Ágúst Guðmundsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Aldrei hefur mælst meiri snjór í Reykjavík í október en í morgun, Tuttugu og sjö sentimetrar. Snjór og hálka hefur valdið miklum umferðartöfum og illa búnir bílar eru fastir víða.
Flug er úr skorðum, miklar tafir eru á Keflavíkurflugvelli og einhverjum ferðum hefur verið aflýst. Appelsínugular viðvaranir vegna enn meiri ofankomu og skafrennings taka gildi suðvestanlands síðdegis.
Kaup Ríkislögreglustjóra á þjónustu af fyrirtækinu Intru ráðgjöf virðist ekki vera góð meðferð á opinberu fé, segir dómsmálaráðherra, sem ætlar að skoða málið ofan í kjölinn og eiga samtal við Ríkislögreglustjóra.
Íslensk stúlka lenti í klóm alþjóðlegs ofbeldishóps sem þvingar börn til að skaða sig og aðra. Mál hennar vakti athygli bandarísku alríkislögreglunnar.
Fellibylurinn Melissa nálgast Jamaíka óðfluga og er óttast að hann valdi miklu tjóni.
Rafmagnsleysi á Suðurnesjum og Vestfjörðum í gær hefði að líkindum ekki verið jafnvíðtækt ef Suðurnesjalína tvö hefði verið komin í gagnið, að mati Landsnets.
Unnið er að því að færa leik íslenska kvennalandsliðsins við Norður-Írland, sem fyrirhugaður var á Laugardalsvelli í kvöld, inn í Kórinn.
Anna Kristín Jónsdóttir segir hádegisfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Samkeppniseftirlitið rannsakar tvö fyrirtæki á sorphirðumarkaði. Þetta eru Terra og Kubbur.
Forstjóri helsta samkeppnisaðilans, Íslenska gámafélagsins, segir að ýmsar einkennilegar tilviljanir hafi komið upp í tilboðum í sorpþjónustu hjá sveitarfélögum síðastliðin ár. Íslenska gámafélagið er ekki hluti af þessari rannsókn.
Forstjórinn lýsir þessum sorhirðumarkaði og hvernig rusl hefur orðið að gulli á liðnum árum og sé góður framtíðarbissniss.
Formaður Neytendasamtakanna lýsir því hvernig grunsemdir vöknuðu um hið meinta samráð.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Aldrei hefur snjóað jafnmikið í Reykjavík í október, en jafnfallinn snjór mældist 27 sentímetrar við Veðurstofuna í dag. Það snjóar enn og breytast gular veðurviðvaranir í appelsínugular þegar líður á daginn. Færðin er í takt við veðrið og má búast við að hún versni enn. Lögreglan á Suðurnesjum mælist til þess að fólk gisti ekki í Grindavík á meðan appelsínugular viðvaranir eru í gildi, en þar er óvissustig almannavarna í gildi vegna jarðhræringa. Við sláum á þráðinn til Grindavíkur og heyrum í Einari Jóni Sveinssyni slökkviliðsstjóra.
Við ræddum við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, um veður og færð á höfuðborgarsvæðinu.
Hrekkjavakan hefur á síðustu árum haldið innreið sína á Íslandi. Siðurinn hefur borist hingað frá Bandaríkjunum, en hátíðin á sér miklu eldri rætur sem má rekja til heiðinnar hausthátíðar sem Írar og Bretar fögnuðu til forna. Það hefur verið hefð að skera út grasker en ekki allir vita að áður en Evrópumenn numu Ameríku og fundu graskerið, voru luktir skornar út úr rófum. Við kíktum í heimsókn á Árbæjarsafnið í gær og fengum að vera viðstödd rófuútskurð.
Áhersla á varnarmál hefur aukist mikið undanfarin misseri og ætla íslensk stjórnvöld að verja einu komma fimm prósent af vergri landsframleiðslu í öryggis og varnarmál fyrir árið 2035. Varnartengd starfsemi hér á landi felst meðal annars í að taka á móti liðsafla bandalagsríkja NATÓ, og erum við fær um að hýsa jafnvel þúsundir manna með tiltölulega skömmum fyrirvara. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir okkur undan og ofan af varnartengdri starfsemi hér á landi.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
HLJÓMSVEIT ÞORSTEINS GUÐMUNDSSONAR: Snjómokstur
RÍÓ TRÍÓ: Dýrið gengur laust
PRINS PÓLÓ: Er of seint að fá sér kaffi núna
TODMOBILE: Abracadabra

Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
„Ef við ætlum að reyna að skilja byggingarlistina hérna þá verðum við að horfa á húsið með blöndu af röntgen gleraugum og ímyndunarafli og reyna að skræla okkur inn að kjarnanum,” segir Henný Hafsteinsdóttir minjavörður Reykjavíkur, um bensínstöðina sem enn stendur við Ægissíðu 102. Þeir Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson teiknuðu bygginguna sem var tekin í notkun 1978 og sem þykir vera ein af gersemum síðmódernismans. Lengi vel var á dagskrá að rífa bygginguna en í dag er óvíst hvort og þá hvernig hún muni standa áfram. Við hittum Henný við bygginguna í þætti dagsins.
Birgitta Björg Guðmarsdóttir lítur við og segir frá nýrri ljóðabók sem hún er að senda frá sér og nefnist Draugamandarínur og Trausti Ólafsson rýnir í Íbúð 10B
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri og dósent í Listaháskóla Íslands, ræðir sviðslistir, samsköpun, bakslagið og verkið Skammarþríhyrninginn sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. Og hvernig 1 plús 1 verður 3. Við byrjum á sama stað og vanalega, hvaða sviðslistaverk hreyfði síðast við þér.
Þórður Ingi Jónsson er með pistil í tilefni Hrekkjavökunnar, hann hefur verið að sökkva sér ofan söguna um dularfullt leynifélag, Bræðralag Satúrnusar, Fraternas Saturni, sem hafði nokkur áhrif í Þýskalandi á millistríðsárunum.
Fréttir
Fréttir
Umferð hefur verið úr skorðum á höfuðborgarsvæðinu í allan dag vegna veðurs og færðar. Fólk var hvatt til að fara fyrr heim, en síðdegis voru appelsínugular viðvaranir afturkallaðar og líkur á að ekki snjói meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Snjóruðningsmaður segist aldrei hafa séð svo mikinn snjó á höfuðborgarsvæðinu í október.
Forsætisráðherra Ísraels hefur fyrirskipað harðar árásir á Gaza og sakar Hamas um brot á samkomulagi um vopnahlé.
Háar greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafarfyrirtækisins Intra eru mjög einkennilegar í ljósi sífellds niðurskurðar og aðhalds, segir formaður Landssambands lögreglumanna.
Leiðtogar þeirra ríkja Norðurlandanna sem eiga aðild að Evrópusambandinu eru bjartsýnir á að lán til Úkraínu með veði í frystum eignum Rússa í Evrópu verði samþykkt á leiðtogafundi ESB í desember.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Stjórnendaráðgjafinn, sem ríkislögreglustjóri greiddi 160 milljónir fyrir ráðgjafarstörf, var ráðinn tímabundið í fullt starf tveimur dögum eftir að fréttastofa óskaði eftir því að fá afhentar tímaskýrslur og reikninga vegna vinnu hennar fyrir embættið. Ríkisendurskoðandi segir málið bera þess merki að innri endurskoðun og innra eftirlit ríkislögreglustjóra hafi ekki verið eins og lög kveði á um. Nokkrum starfsmönnum ríkislögreglustjóra var sagt upp störfum í gær vegna sparnaðaraðgerða.
Forystufólki í sveitarstjórnarmálum á Austurlandi finnst vanta mikið upp á að stjórnvöld meti framlag fjórðungsins í þjóðarframleiðslunni þegar kemur að uppbyggingu innviða. Nærri fjórðungur af útflutningsverðmætum landsins verði til á Austurlandi þótt þar búi innan við þrjú prósent þjóðarinnar.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Fríða fær til sín góða gesti í spjall í Krakkakasti dagsins. Bræðurnir Jón og Frikki Dór setjast hjá henni og þreyta æsispennandi spurningakeppni sem Fríða stjórnar. Á milli atriða verður svo skemmtiatriði sem þeir bræður stjórna sjálfir. Svo eru óvæntar lagasmíðar, erfiðar Eurovision spurningar og brandarahorn ... með misfyndnum bröndurum. En sitt sýnist hverjum.
Viðmælendur:
Jón Jónsson
Friðrik Dór Jónsson
Umsjón:
Fríða María Ásbergsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Við munum tileinka Beethoven þennan þátt og kveðja hann um leið. Fyrst er ætlunin að leyfa hlustendum að heyra Stóru fúguna, Grosse Fuge, sem er í B-dúr op. 133 og upphaflega var samin sem síðasti kafli kvartetts op. 130 sem leikinn var í síðasta þætti. Síðasti kvartett Beethovens, sá í F-dúr op. 135 verður fluttur, en í síðasta þætti hans ber Beethoven upp spurningu um hina erfiðustu ákvörðun, Der schwer gefasste Entschluss, Muss es sein? Og svarar svo sjálfum sér, svo verður að vera, Ýmsar getgátur eru uppi um hvað Beethoven var að meina með þessu, og ýmsir rithöfundar hafa auk þess velt spurningunni fyrir sér, þar á meðal tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera. Lesið verður brot úr bókinni Óbærilegur léttleiki tilverunnar þar sem sagt er frá uppruna kvartettsins og yfirskrift síðasta þáttar hans rædd á heimspekilegan hátt.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
Gos í Heimaey eftir Skúla Halldórsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat.
Útg. á plötunni Bláir eru dalir þínir (1995)
Hljóðritað í Háskólabíói 31. janúar 1981
Upptökumenn: Þórir Steingrímsson og Máni Sigurjónsson
5. þáttur, Mi, La nuit étoilée úr verkinu Les Saisons eða Árstíðunum
Op. 37 b eftir Pjotr Tsjaikovskíj. Edda Erlendsdóttir leikur á píanó.
Mors et vita op. 21 eftir Jón Leifs. Strokkvartettinn Siggi leikur, en hann skipa þau Una Sveinbjarnardóttir, og Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlur, Þórunn Ósk Marínósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló.
Hljóðritað á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík árið 2018.
En svane eftir Edvard Grieg. Ljóðið orti Henrik Ibsen. Olav Eriksen syngur; Árni Kristjánsson leikur á píanó.
Hljóðritunarárs ekki getið.
Indæla vor, vals op.44 eftir Pál Pampichler eldri. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur, Páll Pampichler Pálsson stjórnar.
Hljóðritun frá 1965.
Intermezzo úr Cavalleria rusticana (1890) eftir Pietro Mascagni. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar í Eldborg, Hörpu 1. september 2017.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Aldrei hefur snjóað jafnmikið í Reykjavík í október, en jafnfallinn snjór mældist 27 sentímetrar við Veðurstofuna í dag. Það snjóar enn og breytast gular veðurviðvaranir í appelsínugular þegar líður á daginn. Færðin er í takt við veðrið og má búast við að hún versni enn. Lögreglan á Suðurnesjum mælist til þess að fólk gisti ekki í Grindavík á meðan appelsínugular viðvaranir eru í gildi, en þar er óvissustig almannavarna í gildi vegna jarðhræringa. Við sláum á þráðinn til Grindavíkur og heyrum í Einari Jóni Sveinssyni slökkviliðsstjóra.
Við ræddum við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, um veður og færð á höfuðborgarsvæðinu.
Hrekkjavakan hefur á síðustu árum haldið innreið sína á Íslandi. Siðurinn hefur borist hingað frá Bandaríkjunum, en hátíðin á sér miklu eldri rætur sem má rekja til heiðinnar hausthátíðar sem Írar og Bretar fögnuðu til forna. Það hefur verið hefð að skera út grasker en ekki allir vita að áður en Evrópumenn numu Ameríku og fundu graskerið, voru luktir skornar út úr rófum. Við kíktum í heimsókn á Árbæjarsafnið í gær og fengum að vera viðstödd rófuútskurð.
Áhersla á varnarmál hefur aukist mikið undanfarin misseri og ætla íslensk stjórnvöld að verja einu komma fimm prósent af vergri landsframleiðslu í öryggis og varnarmál fyrir árið 2035. Varnartengd starfsemi hér á landi felst meðal annars í að taka á móti liðsafla bandalagsríkja NATÓ, og erum við fær um að hýsa jafnvel þúsundir manna með tiltölulega skömmum fyrirvara. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir okkur undan og ofan af varnartengdri starfsemi hér á landi.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
HLJÓMSVEIT ÞORSTEINS GUÐMUNDSSONAR: Snjómokstur
RÍÓ TRÍÓ: Dýrið gengur laust
PRINS PÓLÓ: Er of seint að fá sér kaffi núna
TODMOBILE: Abracadabra
Kristján Eldjárn les Eiríks sögu rauða í hljóðritun frá 1961.
Þetta er önnur tveggja fornsagna um landnám Íslendinga á Grænlandi, hin er Grænlendinga saga. Hér segir frá Eiríki Þorvaldssyni sem lenti í deilum og mannvígum á Íslandi og fór þá að leita lands í vesturvegi sem hann hafði spurnir af. Eiríkur fann landið og nefndi Grænland, því að menn myndu fremur sækja þangað ef nafnið væri gott. Eíríkur átti konu sem Þjóðhildur hét og tók fyrst norrænna manna kristni á Grænlandi. Synir þeirra voru Þorseinn og Leifur. Ólafur Noregskonungur sendi Leif til að kristna Grænland. Í þeirri ferð fann Leifur Vínland hið góða og bjargaði mönnum af skipsflaki. Var hann síðan nefndur Leifur heppnin. Margt fleira merkkisfólk kemur við söguna, eins og Þorfinnur karlsefni og kona hans, Guðíður Þorbjarnardóttir. - Eiríks saga rauða er þrír lestrar.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Óvissan er mikil á húsnæðislánamarkaði, í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli sem höfðað var gegn Íslandsbanka. Stóru viðskiptabankarnir og nokkrir lífeyrissjóðir hafa dregið úr framboði verðtryggðra íbúðalána og í gær sagði Ingólfur Bender aðalhagfræðingur samtaka Iðnaðarins, í samtali við mbl.is, að stjórnvöld yrðu að koma að málinu til að eyða óvissu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn og fór með okkur yfir stöðuna.
Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum í Álaborg í Danmörku, er tilnefnd til Kammaprisen 2025, sem eru verðlaun fyrir konur og þeirra störf í nýsköpun og viðskiptum í Danmörku, en hún vinnur við að þróa lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómum eins og MND, MS, Parkison og Alsheimer með nýrri aðferðafræði sem vakið hefur mikla athygli. Steinunn sagði okkur betur frá þessu öllu í dag, en hægt er gefa henni atkvæði fyrir Kammaprisen 2025 hér: https://www.facebook.com/kammaprisen
Það eru gular og appelsínugular viðvaranir í gangi á suðvestuhorninu og á suðurlandi. Snjórinn var því þema dagsins í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni. Einar fór yfir það í dag og svo talaði hann einnig um einnig um aðdragand snjóflóðsins á Flateyri, veðurstöðuna þá og hvort hugsanlega, eftir á að hyggja, þar hafi verið ein fyrsta birtingarmynd öfgaveðurs sem tengja má við loftslagsbreytingar.
Tónlist í þættinum í dag:
Dýrð í dauðaþögn / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)
Fönn, fönn, fönn / Stuðmenn (Egill Ólafsson, texti Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon)
Þótt falli snjór / Jóhann Sigurðarson (Ágúst Guðmundsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri og dósent í Listaháskóla Íslands, ræðir sviðslistir, samsköpun, bakslagið og verkið Skammarþríhyrninginn sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. Og hvernig 1 plús 1 verður 3. Við byrjum á sama stað og vanalega, hvaða sviðslistaverk hreyfði síðast við þér.
Þórður Ingi Jónsson er með pistil í tilefni Hrekkjavökunnar, hann hefur verið að sökkva sér ofan söguna um dularfullt leynifélag, Bræðralag Satúrnusar, Fraternas Saturni, sem hafði nokkur áhrif í Þýskalandi á millistríðsárunum.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við fræðumst um skyr í morgunsárið. Vilborg Bjarkadóttir doktorsnemi í félagsfræði segir okkur frá merkilegum rannsóknum sínum.
Stuðningsmönnum Víkings og Vals var meinað að drekka áfengi á meðan leik félaganna stóð yfir í Víkinni um helgina. Framkvæmdastjóri Víkings segist vona að fólk muni geta fengið sér bjór á leikjum á næsta fótboltatímabili. Við ræðum áfengi og íþróttaviðburði við Tómas Þór Þórðarson, starfsmann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi íþróttafréttamann, og Árna Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðing í æskulýðsmálum.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu, heldur utan um allan snjómokstur í borginni. Við fáum hann í heimsókn.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, ræða hvort jafna þurfi atkvæðavægi í þingkosningum í ljósi starfshóps sem ráðherra hefur skipað og falið er að undirbúa frumvarp um slíkar breytingar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Bassaleikarinn Ian Brown, dýrustu gítarar í heimi, Þriðjudagsþemað var snjór, íslensk systkina tvenna og Gúmmítarzan.
Lagalisti þáttarins:
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
THE STONE ROSES - I Wanna Be Adored.
BLINK 182 - I miss you.
Buckingham, Lindsey, Fleetwood, Mick, Cyrus, Miley - Secrets.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Orginal.
Ashcroft, Richard - Lovin' You.
Of Monsters and Men - Dream Team.
COREY HEART - Sunglasses at night.
Beatles, The - You've got to hide your love away.
Pink Floyd - Wish You Were Here.
NIRVANA - Where Did You Sleep Last Night.
ÁSGEIR TRAUSTI - Snowblind.
NICK CAVE AND THE BAD SEEDS - Fifteen Feet Of Pure White Snow.
EMILÍANA TORRINI - Snow.
JJ72 - Snow.
Snow - Informer.
Wolf Alice hljómsveit - Just Two Girls.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
GORILLAZ - Clint Eastwood.
Mugison - Til lífins í ást.
DIKTA - From Now On.
MÍNUS - The Long Face.
Svala Björgvinsdóttir - Þitt fyrsta bros.
ARCTIC MONKEYS - Fluorescent Adolescent.
Ragnhildur Gísladóttir - Draumaprinsinn.
Pálmi Gunnarsson - Gúmmítarzan.
Turnstile - SEEIN' STARS.
IDLES - Pop Pop Pop.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
Rakel Sigurðardóttir - rescue remedy.
EVERLY BROTHERS - All I Have To Do Is Dream.
Possibillies - Handaband.
BRUCE SPRINGSTEEN - Atlantic City.
DONOVAN - Catching The Wind.
MASSIVE ATTACK - Teardrop.
COLDPLAY - Talk.
Duffy - Mercy.
ORRI HARÐAR - Listin Að Lifa.
sombr - 12 to 12.
Oasis - Champagne supernova.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Aldrei hefur mælst meiri snjór í Reykjavík í október en í morgun, Tuttugu og sjö sentimetrar. Snjór og hálka hefur valdið miklum umferðartöfum og illa búnir bílar eru fastir víða.
Flug er úr skorðum, miklar tafir eru á Keflavíkurflugvelli og einhverjum ferðum hefur verið aflýst. Appelsínugular viðvaranir vegna enn meiri ofankomu og skafrennings taka gildi suðvestanlands síðdegis.
Kaup Ríkislögreglustjóra á þjónustu af fyrirtækinu Intru ráðgjöf virðist ekki vera góð meðferð á opinberu fé, segir dómsmálaráðherra, sem ætlar að skoða málið ofan í kjölinn og eiga samtal við Ríkislögreglustjóra.
Íslensk stúlka lenti í klóm alþjóðlegs ofbeldishóps sem þvingar börn til að skaða sig og aðra. Mál hennar vakti athygli bandarísku alríkislögreglunnar.
Fellibylurinn Melissa nálgast Jamaíka óðfluga og er óttast að hann valdi miklu tjóni.
Rafmagnsleysi á Suðurnesjum og Vestfjörðum í gær hefði að líkindum ekki verið jafnvíðtækt ef Suðurnesjalína tvö hefði verið komin í gagnið, að mati Landsnets.
Unnið er að því að færa leik íslenska kvennalandsliðsins við Norður-Írland, sem fyrirhugaður var á Laugardalsvelli í kvöld, inn í Kórinn.
Anna Kristín Jónsdóttir segir hádegisfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Snjó hefur kyngt niður á suðvesturhorni landsins síðan í nótt. Aldrei hefur mælst eins mikil snjókoma í Reykjavík í októbermánuði. Appelsínugular viðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings taka gildi á suðvesturhorninu nú síðdegis. Það er skemmst frá því að segja að Síðdegisútvarpið var undirlagt vegna þessa.
Við heyrðum í Steinari Hlífarssyni sviðsstjóra aksturs hjá Strætó því i dag var fólk hvatt til að taka strætó.
Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstarstjóri Icelandair var á línunni en veðrið hefur sett flugsamgöngur úr skorðum.
Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar LRH tók stöðuna með okkur í þættinum.
Okkar eini sanni Siguður Þorri Gunnarsson var í sambandi við okkur en hann ákvað að fara fótgangandi heim úr vinnunni. Siggi spjallaði við vegfarendur bæði hjólandi og akandi.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir deildarstjóri Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu var á línunni hjá okkur um stöðuna á snjómokstri í borginni og helstu leiðum til of frá höfuðborginni.
Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur kom til okkar á sjötta tímanum og fór yfir nýjustu spá.
Við hringdum líka til Boston og spjölluðum við Kára Egilsson tónlistarmann sem er þar í námi en hann er á heimleið til að halda tónleika bæði í Mengi og á Iceland Airwaves
En við byrjuðum á G.Pétri hjá Vegagerðinni.
Fréttir
Fréttir
Umferð hefur verið úr skorðum á höfuðborgarsvæðinu í allan dag vegna veðurs og færðar. Fólk var hvatt til að fara fyrr heim, en síðdegis voru appelsínugular viðvaranir afturkallaðar og líkur á að ekki snjói meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Snjóruðningsmaður segist aldrei hafa séð svo mikinn snjó á höfuðborgarsvæðinu í október.
Forsætisráðherra Ísraels hefur fyrirskipað harðar árásir á Gaza og sakar Hamas um brot á samkomulagi um vopnahlé.
Háar greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafarfyrirtækisins Intra eru mjög einkennilegar í ljósi sífellds niðurskurðar og aðhalds, segir formaður Landssambands lögreglumanna.
Leiðtogar þeirra ríkja Norðurlandanna sem eiga aðild að Evrópusambandinu eru bjartsýnir á að lán til Úkraínu með veði í frystum eignum Rússa í Evrópu verði samþykkt á leiðtogafundi ESB í desember.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Stjórnendaráðgjafinn, sem ríkislögreglustjóri greiddi 160 milljónir fyrir ráðgjafarstörf, var ráðinn tímabundið í fullt starf tveimur dögum eftir að fréttastofa óskaði eftir því að fá afhentar tímaskýrslur og reikninga vegna vinnu hennar fyrir embættið. Ríkisendurskoðandi segir málið bera þess merki að innri endurskoðun og innra eftirlit ríkislögreglustjóra hafi ekki verið eins og lög kveði á um. Nokkrum starfsmönnum ríkislögreglustjóra var sagt upp störfum í gær vegna sparnaðaraðgerða.
Forystufólki í sveitarstjórnarmálum á Austurlandi finnst vanta mikið upp á að stjórnvöld meti framlag fjórðungsins í þjóðarframleiðslunni þegar kemur að uppbyggingu innviða. Nærri fjórðungur af útflutningsverðmætum landsins verði til á Austurlandi þótt þar búi innan við þrjú prósent þjóðarinnar.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Pulsumaðurinn - Það er geggjað að vera pulsa.
Winter Leaves - Final notice.
Straumvatn - Sail away.
Sót Hljómsveit - To words end.
Ballroom Chaser - In the in-between.
Gugga Lísa - Soldiers of the Word unite.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Kristmundur Axel, GDRN - Blágræn.
Death Cab for Cutie - I will follow you into the dark.
Ásgeir Trausti - Smoke.
Aldous Harding - Fixture Picture.
Of Monsters and Men - Tuna in a can.
Máni Orrason - Pushing.
RADIOHEAD - High And Dry.
Bahamas - The Bridge.
Aimee Mann - Save me.
Brandi Carlile - Returning To Myself.
Valeri June - Into My Arms
R.E.M. - At my most beautiful
Haim, Bon Iver - Tie you down
Lana Del Rey - Say Yes to Heaven
Mac DeMarco - Holy.
Arlo Parks - Eugene.
Jeff Tweedy - Enough.
Geese - Au Pays du Cocaine.
Mugison - Til lífins í ást.
Jack Johnson - Sitting waiting wishing.
Stereophonics - Colours Of October.
Wednesday - Elderberry Wine.
Snorri Helgason - Megi það svo vera.
Blondshell - Arms (ft. Gigi Perez).
FOO FIGHTERS - Times Like These
Matthias Moon - Vor.
Sufjan Stevens - Futile Devices.
Billie Marten - Feeling.
Nick Cave & the Bad Seeds - (Are you) The one that I've been waiting for.
Salka Sól - Úr gulli gerð.
Ásgeir Trausti - Ferris Wheel.
National, The - Light Years.
Beck - Tarantula
Dacus, Lucy - Bus Back To Richmond.
Yo La Tengo - Friday, I'm in love.
Calexico, Iron and Wine - Midnight Sun
Snow Patrol - Chasing Cars
Oyama - The Bookshop
Richard Ashcroft - Lovin You
Crumb - Ghostride
Fontaines DC - Beforu You I Just Forget
Blood Orange - MInd Loaded
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson