16:05
Síðdegisútvarpið
Metsnjókoma í Reykjavík og Síðdegsiútvarpið á vaktinni
Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Snjó hefur kyngt niður á suðvesturhorni landsins síðan í nótt. Aldrei hefur mælst eins mikil snjókoma í Reykjavík í októbermánuði. Appelsínugular viðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings taka gildi á suðvesturhorninu nú síðdegis. Það er skemmst frá því að segja að Síðdegisútvarpið var undirlagt vegna þessa.

Við heyrðum í Steinari Hlífarssyni sviðsstjóra aksturs hjá Strætó því i dag var fólk hvatt til að taka strætó.

Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstarstjóri Icelandair var á línunni en veðrið hefur sett flugsamgöngur úr skorðum.

Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar LRH tók stöðuna með okkur í þættinum.

Okkar eini sanni Siguður Þorri Gunnarsson var í sambandi við okkur en hann ákvað að fara fótgangandi heim úr vinnunni. Siggi spjallaði við vegfarendur bæði hjólandi og akandi.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir deildarstjóri Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu var á línunni hjá okkur um stöðuna á snjómokstri í borginni og helstu leiðum til of frá höfuðborginni.

Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur kom til okkar á sjötta tímanum og fór yfir nýjustu spá.

Við hringdum líka til Boston og spjölluðum við Kára Egilsson tónlistarmann sem er þar í námi en hann er á heimleið til að halda tónleika bæði í Mengi og á Iceland Airwaves

En við byrjuðum á G.Pétri hjá Vegagerðinni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,