18:00
Kvöldfréttir útvarps
Allt í rugli eftir met-snjókomu á höfuðborgarsvæðinu
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Umferð hefur verið úr skorðum á höfuðborgarsvæðinu í allan dag vegna veðurs og færðar. Fólk var hvatt til að fara fyrr heim, en síðdegis voru appelsínugular viðvaranir afturkallaðar og líkur á að ekki snjói meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.

Snjóruðningsmaður segist aldrei hafa séð svo mikinn snjó á höfuðborgarsvæðinu í október.

Forsætisráðherra Ísraels hefur fyrirskipað harðar árásir á Gaza og sakar Hamas um brot á samkomulagi um vopnahlé.

Háar greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafarfyrirtækisins Intra eru mjög einkennilegar í ljósi sífellds niðurskurðar og aðhalds, segir formaður Landssambands lögreglumanna.

Leiðtogar þeirra ríkja Norðurlandanna sem eiga aðild að Evrópusambandinu eru bjartsýnir á að lán til Úkraínu með veði í frystum eignum Rússa í Evrópu verði samþykkt á leiðtogafundi ESB í desember.

Er aðgengilegt til 28. október 2026.
Lengd: 10 mín.
,