21:30
Eiríks saga rauða (1 af 3)
Eiríks saga rauða

Kristján Eldjárn les Eiríks sögu rauða í hljóðritun frá 1961.

Þetta er önnur tveggja fornsagna um landnám Íslendinga á Grænlandi, hin er Grænlendinga saga. Hér segir frá Eiríki Þorvaldssyni sem lenti í deilum og mannvígum á Íslandi og fór þá að leita lands í vesturvegi sem hann hafði spurnir af. Eiríkur fann landið og nefndi Grænland, því að menn myndu fremur sækja þangað ef nafnið væri gott. Eíríkur átti konu sem Þjóðhildur hét og tók fyrst norrænna manna kristni á Grænlandi. Synir þeirra voru Þorseinn og Leifur. Ólafur Noregskonungur sendi Leif til að kristna Grænland. Í þeirri ferð fann Leifur Vínland hið góða og bjargaði mönnum af skipsflaki. Var hann síðan nefndur Leifur heppnin. Margt fleira merkkisfólk kemur við söguna, eins og Þorfinnur karlsefni og kona hans, Guðíður Þorbjarnardóttir. - Eiríks saga rauða er þrír lestrar.

Er aðgengilegt til 26. janúar 2026.
Lengd: 22 mín.
e
Endurflutt.
,