19:50
Úr íslensku tónlistarlífi
Úr íslensku tónlistarlífi
Úr íslensku tónlistarlífi

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Tónlistin í þættinum:

Gos í Heimaey eftir Skúla Halldórsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat.

Útg. á plötunni Bláir eru dalir þínir (1995)

Hljóðritað í Háskólabíói 31. janúar 1981

Upptökumenn: Þórir Steingrímsson og Máni Sigurjónsson

5. þáttur, Mi, La nuit étoilée úr verkinu Les Saisons eða Árstíðunum

Op. 37 b eftir Pjotr Tsjaikovskíj. Edda Erlendsdóttir leikur á píanó.

Mors et vita op. 21 eftir Jón Leifs. Strokkvartettinn Siggi leikur, en hann skipa þau Una Sveinbjarnardóttir, og Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlur, Þórunn Ósk Marínósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló.

Hljóðritað á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík árið 2018.

En svane eftir Edvard Grieg. Ljóðið orti Henrik Ibsen. Olav Eriksen syngur; Árni Kristjánsson leikur á píanó.

Hljóðritunarárs ekki getið.

Indæla vor, vals op.44 eftir Pál Pampichler eldri. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur, Páll Pampichler Pálsson stjórnar.

Hljóðritun frá 1965.

Intermezzo úr Cavalleria rusticana (1890) eftir Pietro Mascagni. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar í Eldborg, Hörpu 1. september 2017.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 35 mín.
,