07:03
Morgunvaktin
Stjórnmál, Berlínarspjall og hagsaga
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Við héldum áfram umfjöllun um óhróður og hótanir í garð stjórnmálamanna. Tilefnið er afsögn flokksformanns í Svíþjóð vegna slíks. Jón Gunnar Ólafsson lektor var hér í gær og í dag ræddum við málið við stjórnmálamann - það stóð reyndar til að þeir yrðu fleiri en það breyttist; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, kom til okkar.

Arthur Björgvin Bollason fór meðal annars yfir háværa umræðu í Þýskalandi um innflytjendamál. Merz kanslari er meðal annars sakaður um kynþáttaandúð eftir tiltekin ummæli sem hann lét falla á dögunum.

Svo fjölluðum við um hagfræði; hagsögu nánar tiltekið en undanfarin fjögur ár hafa nóbelsverðlaunin í hagfræði verið veitt fyrir rannsóknir á hagsögu. Guðmundur Jónsson hagsöguprófessor talaði við okkur.

Tónlist:

Joni Mitchell - Help me.

Kristjana Stefánsdóttir - Í Reykjavíkurborg.

Mannakorn - Garún.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,