07:03
Morgunútvarpið
28. október - Atkvæðavægi, áfengi og skyr
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Við fræðumst um skyr í morgunsárið. Vilborg Bjarkadóttir doktorsnemi í félagsfræði segir okkur frá merkilegum rannsóknum sínum.

Stuðningsmönnum Víkings og Vals var meinað að drekka áfengi á meðan leik félaganna stóð yfir í Víkinni um helgina. Framkvæmdastjóri Víkings segist vona að fólk muni geta fengið sér bjór á leikjum á næsta fótboltatímabili. Við ræðum áfengi og íþróttaviðburði við Tómas Þór Þórðarson, starfsmann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi íþróttafréttamann, og Árna Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðing í æskulýðsmálum.

Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu, heldur utan um allan snjómokstur í borginni. Við fáum hann í heimsókn.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, ræða hvort jafna þurfi atkvæðavægi í þingkosningum í ljósi starfshóps sem ráðherra hefur skipað og falið er að undirbúa frumvarp um slíkar breytingar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,