18:10
Spegillinn
Fundir um Úkraínu í Hvíta húsinu
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Evrópskir leiðtogar að Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu meðtöldum gengu á fund Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna í Washington í dag. Trump sagði fyrir fund sinn með Zelensky að mögulegt væri að þeir settust niður fljótlega með Vladimir Pútín forseta Rússlands til að ræða leið til varanlegs friðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að stríðið í Úkraínu sé efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Kanada. Hún telur að fundurinn með evrópsku leiðtogunum sýni samstöðu Evrópu og ekki sé hægt að önnur ríki eins og Rússland ráði því hvort Úkraína gengur í NATO.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,