11:03
Sumarmál
Njálufélagið heldur Njáluvöku og fugl dagsins
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Nýstofnað Njálufélag hefur að markmiði að hefja Brennu-Njáls sögu til þess vegs og virðingar sem henni ber í íslenskri bókmenntasögu, eins og þau orða það. Af því tilefni stendur félagið fyrir Njáluvöku í Rangárþingi dagana 21.-24.ágúst, þar sem verður meðal annars lista- og fræðakvöld á Hvolsvelli og hópreið í slóð Brennu-Flosa. Margir koma við sögu á hátíðinni og tvö þeirra, Guðni Ágústsson formaður Njálufélagsins og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, stjórnarmaður í félaginu, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá Njáluvökunni, félaginu og þeirra persónulegu tengingu við Brennu-Njáls sögu.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Torfi á orfi / Snorri Helgason (Snorri Helgason)

Njáll og Bergþóra / Spilverk Þjóðanna (Spilverkið)

Could You Be Loved / Bob Marley & The Wailers (Bob Marley & The Wailers)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,